Kvæðamannamót á Siglufirði 3. Mars 2012

Kvæðamannamót á Siglufirði 3. Mars 2012 Það eru starfandi kvæðamannafélög víða um land, fámenn og einangruð, en aðstandendur mótsins hafa fulla trú á því

Fréttir

Kvæðamannamót á Siglufirði 3. Mars 2012

Það eru starfandi kvæðamannafélög víða um land, fámenn og einangruð, en aðstandendur mótsins hafa fulla trú á því að ef við tökum höndum saman þá verður það til þess að efla þessa hverfandi þjóðarhefð.

Á mótinu verður þriggja klst. námskeið (2x1,5 klst) sem Bára Grímsdóttir kvæðakona sér um. Hún mun
kenna okkur hefbundin kvæðalög og flutningsmáta þeirra, ásamt ýmsu öðru sem við kemur kvæðamennskunni.

Bára og maður henna Chris Foster, sem er virtur enskur þjóðlagasöngvari, eru með þjóðlagadúettinn Funa og koma beint frá því að taka þátt í þjóðtónlistarhátíð í Sviss.  Þau munu halda stutta tónleika laugardaginn 3. mars kl. 16:30 á Kaffi Rauðku, þar sem við fáum að heyra nokkuð af því efni sem þau fluttu í Sviss.

Hápunktur mótsins verður síðan kvöldvaka með glæsilegum kvöldverði á Kaffi Rauðku, þar sem kvæðamenn stíga á stokk, og gömludansaball í lokin. 

Kvæðamannamót á Siglufirði 3. mars 2012

Dagskrá: ÞjóðList og Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð standa fyrir kvæðamannamóti
laugardaginn 3. mars, í samstarfi við kvæðamannafélagið Gefjunni á Akureyri og með stuðningi
Menningarráðs Eyþings og Þjóðlagseturs.

Á mótinu verður þriggja klst. námskeið sem Bára Grímsdóttir kvæðakona sér um. Hún mun
kenna okkur hefbundin kvæðalög og flutningsmáta þeirra, ásamt ýmsu öðru sem við kemur
kvæðamennskunni.

Bára og maður henna Chris Foster, sem er virtur enskur þjóðlagasöngvari, eru með
þjóðlagadúettinn Funa og koma beint frá því að taka þátt í þjóðtónlistarhátíð í Sviss. Þau munu
halda stutta tónleika laugardaginn 3. mars kl. 16:30 á Kaffi Rauðku, þar sem við fáum að heyra
nokkuð af því efni sem þau fluttu í Sviss.

Hápunktur mótsins verður síðan kvöldvaka með glæsilegum kvöldverði á Kaffi Rauðku, þar
sem kvæðamenn stíga á stokk og einnig verður kveðið saman.

11:00 - Gestir boðnir velkomnir
11:30 - Námskeið
13:00 - Hádegisverður                                                                                                                                   14:00 - Námskeið                                                                                                                                             15:30 - Miðdegiskaffi                                                                                                                                  16.30 - Tónleikar með Báru og Chris                                                                                                                17:15 - Hvíld fyrir kvöldvöku                                                                                                                         18:30 - Kvöldverður og kvöldvaka


Pakkaverð (Námskeið, tónleikar, hádegisverður, miðdegiskaffi og kvöldverður): 7.700,-

Verð á staka viðburði:
Námskeið: 2.500,-
Tónleikar: 1.500,-
Hádegisverður: 1.490,-
Kvöldverður með kvöldvöku: 4.290,-

Gisting: 5.000,-/mann ein nótt með morgunverði á Gistiheimilinu Hvanneyri

Nauðsynlegt er að skrá sig eigi síðar en 27. febrúar með því að senda netpóst á Rúnu hjá
Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð (runaingi@simnet.is - 869-3398)

Síðasti skráningadagur er mánudagurinn 27. febrúar

Fylgist með á heimasíðu Þjóðlagaseturs - www.folkmusik.is

Texti og mynd: Aðsent



Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst