Leikrit - Bátahúsið - Djúpið

Leikrit - Bátahúsið - Djúpið Næstkomandi sunnudag verður leikritið Djúpið sýnt í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Um er að ræða einleik stórleikarans Ingvars

Fréttir

Leikrit - Bátahúsið - Djúpið

Næstkomandi sunnudag verður leikritið Djúpið sýnt í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Um er að ræða einleik stórleikarans Ingvars E. Sigurðsonar, en verkið var skrifað með hann í huga. Jón Atli Jónasson, höfundur verksins, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri.

Á vefsíðunni midi.is er lýsing á verkinu: ,,Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum. Hér er komið nýtt, íslenskt verk sem leikhús um alla Evrópu eru nú í óða önn að tryggja sér sýningarréttinn á. Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Þetta er óður til allra þeirra fjölmörgu, íslensku sjómanna sem í gegnum aldirnar hafa haldið á djúpið.“

Forsala aðgöngumiða fer fram í Síldarminjasafninu og miðapantanir í síma 467-1604. Miðinn kostar 3.400 krónur. Sýningin fer fram kl 20 sunnudaginn 6. nóvember.



Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst