Ljóðatónleikar í Siglufjarðarkirkju
Ljóðatónleikar í Siglufjarðarkirkju voru haldnir á þriðjudagskvöldið 13. maí.
Það voru hjónin Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir sópran og Timothy Andrew Knappett á píanó sem fluttu þýska og norræna ljóðatónlist eftir Mozart, Schumann, Grieg og Sibelius. Einnig var frumfluttur ljóðaflokkur eftir Timothy Andrew við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.
Þetta voru fyrstu einsöngstónleikar Ólafar en hún lauk 8. Stigi í söngnámi árið 2003. Ólöf og Timothy búa í Ólafsfirði og starfa við kennslu, hún í grunnskólanum en Timothy í tónlistarskólanum.
Að sögn Ólafar hefur það verið langþráður draumur hennar að halda einsöngstónleika og hefur hún notið stuðnings eiginmanns síns við allan undirbúning.
Athugasemdir