Lokun sýsluskrifstofunnar á Ólafsfirði

Lokun sýsluskrifstofunnar á Ólafsfirði Sýsluskrifstofunni í Ólafsfirði verður lokað að fullu 21. október nk. Síðasti opnunardagur er 20. október og

Fréttir

Lokun sýsluskrifstofunnar á Ólafsfirði

Sýsluskrifstofunni í Ólafsfirði verður lokað að fullu 21. október nk. Síðasti opnunardagur er 20. október og verður sýslumaður þá til viðtals til kl. 15:00.

Ástæður lokunar eru skertar fjárheimildir og kröfur um sparnað. Með bættum samgöngum er vonast til að lokunin bitni ekki alvarlega á þjónustu við Ólafsfirðinga.

Sýsluskrifstofan á Siglufirði mun hér eftir sinna öllum íbúum Fjallabyggðar, s.s. þinglýsingum, vegabréfaútgáfu og útgáfu ökuskírteina, auk þess sem embættið er með umboð fyrir Tryggingastofnun ríkisins.

Opnunartími skrifstofunnar á Siglufirði er frá kl. 9:00 til kl. 15:00 alla virka daga og símatími sömu daga frá kl. 8:00 til kl. 15:30.

Embættið þakkar Ólafsfirðingum góð samskipti á liðnum árum og vonar að þau megi aukast og batna á nýjum stað.


Ásdís Ármannsdóttir
 sýslumaður


Athugasemdir

13.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst