Tónleikar - Los Bíldalayos - Kaffi Rauðka
sksiglo.is | Viðburðir | 04.06.2011 | 22:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 482 | Athugasemdir ( )
Félagarnir í LOS BÍLDALAYOS, þeir Júlíus Hjörleifsson og Pétur Valgarð Pétursson, munu troða upp á Kaffi Rauðku laugardagskvöldið 4. Júní næstkomandi og eru þá orðnir fyrstu bókuðu tónleikarnir í húsinu.
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru þeir kumpánar báðir ættaðir frá Bíldudal og hafa þeir tekið saman höndum og munu spila spænska tónlist á Kaffi Rauðku klukkan 22:00 og fram undir miðnætti. Meðan á tónleikunum stendur verður hægt að kaupa smárétti með spænsku ívafi (Tapas) á bar Kaffi Rauðku.
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru þeir kumpánar báðir ættaðir frá Bíldudal og hafa þeir tekið saman höndum og munu spila spænska tónlist á Kaffi Rauðku klukkan 22:00 og fram undir miðnætti. Meðan á tónleikunum stendur verður hægt að kaupa smárétti með spænsku ívafi (Tapas) á bar Kaffi Rauðku.
Athugasemdir