Minningartónleikar Svölu Dísar

Minningartónleikar Svölu Dísar Minningartónleikar um Svölu Dís Guðmundsdóttur verða haldnir laugardaginn 6. maí nk. kl 16.00 í Siglufjarðarkirkju. Svala

Fréttir

Minningartónleikar Svölu Dísar

Svala Dís Guðmundsdóttir
Svala Dís Guðmundsdóttir

Minningartónleikar um Svölu Dís Guðmundsdóttur verða haldnir laugardaginn 6. maí nk. kl 16.00 í Siglufjarðarkirkju. Svala Dís lést í bílslysi þann 4. september 2016.

Fjölskyldu Svölu Dísar langar að minnast hennar með því að safna fyrir nýju leiktæki á skólalóðina við Norðurgötu á Siglufirði

Fjölbreyttur hópur af okkar frábæra tónlistarfólki mun koma fram. 
Á meðal þeirra verða Friðrik Dór, Hófí Rabba, Ragna Dís, Eva Karlotta, Steini Sveins, Steini Bjarna, Guðmar, Danni Pétur, Tóti, Gómarnir, Dívurnar og barnakórar. 

Allt tónlistarfólkið gefur sína vinnu. 

Styrktarreikningur hefur verið opnaður í Arion Banka 348-13-110038 kt. 250781-5989

Aðgangseyrir er 3.000 kr, frítt fyrir börn 10 ára og yngri, enginn posi á staðnum.

Vonum að sem flestir sjái sér fært um að hjálpa okkur og safna fyrir leiktækinu og um leið minnast okkar glaðværu og yndislegu Svölu Dísar.

Svala Dís


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst