Ný hljómsveit með ball í kvöld

Ný hljómsveit með ball í kvöld Seinnipartinn í gær var stofnuð ný hljómsveit hér á Siglufirði. Stulli virðist vera eitthvað eirðarlaus eftir að Dúi flutti

Fréttir

Ný hljómsveit með ball í kvöld

Stúlli og Ólafía Hrönn
Stúlli og Ólafía Hrönn

Seinnipartinn í gær var stofnuð ný hljómsveit hér á Siglufirði. Stulli virðist vera eitthvað eirðarlaus eftir að Dúi flutti suður og hann vantaði sárlega spilafélaga þegar hann renndi framhjá Svörtu Kríunni seinni partinn í gær, föstudag, og bar upp vandræði sín við Ólafíu Hrönn og Eiríksínu þar sem þær voru að sleikja sólina í sófanum fyrir utan hjá sér.

Fimm mínútum síðar varð til hljómsveitin Lolla og Stulli og verða þau verða með ball á Allanum í kvöld. Þar telja þau í gömul og góð lög sem og ný. Á æfingunni áðan þar sem myndin var tekin var rokna stuð og þau lofa miklu fjöri í kvöld. Ballið hefst um miðnætti eins og vant er og því lýkur þegar böllum lýkur hér á Siglufirði.


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst