Pæjumót TM á Siglufirði
sksiglo.is | Viðburðir | 09.08.2009 | 14:00 | | Lestrar 858 | Athugasemdir ( )
19. Pæjumótið verður haldið á Siglufirði dagana 7.-9. ágúst. Formið á mótinu verður með svipuðu sniði og s.l. ár. Það má samt búast við breytingum frá fyrri árum og þeim breytingum verður komið á framfæri jafnóðum og þær eru klárar. Ákveðið hefur verið að halda sama keppnisgjaldi og árið 2008, með hliðsjón af ástandinu í landinu. Nú geta félög skráð B lið til leiks. Með því að leyfa þetta, þá er verið að gefa smærri félögum tækifæri á að mæta með lið á mótið. Hér er samt verið að treysta á að þjálfarar meti lið sín á sanngjarnan hátt. TM verður áfram aðal styrktaraðili mótsins og heitir því mótið áfram PÆJUMÓT TM. Nú hafa öll félög fengið póst með upplýsingum varðandi mótið og einnig verður hægt að nálgast þær upplýsingar hér á síðunni innan skamms. Þá geta félög farið að tilkynna komu sína með því að hafa samband. Með von um ánægjulegt knattspyrnusumar.
http://ks.fjallabyggd.is/paejumot/
Mótstjórn.
http://ks.fjallabyggd.is/paejumot/
Mótstjórn.
Athugasemdir