Prófkjör framsóknarmanna- Sólrún Júlíusdóttir

Prófkjör framsóknarmanna- Sólrún Júlíusdóttir Prófkjör framsóknarmanna í Fjallabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 Ég, Sólrún Júlíusdóttir, hef

Fréttir

Prófkjör framsóknarmanna- Sólrún Júlíusdóttir

Prófkjör framsóknarmanna í Fjallabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010


Ég, Sólrún Júlíusdóttir, hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sætið í prófkjöri framsóknarmanna í Fjallabyggð sem fer fram 30. mars næstkomandi.
 
Ég er 36 ára gömul, gift Ólafi Jónssyni og eigum við þrjú börn, Jón Kort, 17 ára, Kristófer Andra, 13 ára, og Ólöfu Rún, 10 ára. Ég er læknaritari að mennt, hef lokið námi á skrifstofubraut 1 og 2, setið fjölda námskeiða, s.s. tölvunám, nýsköpunarverkefni hjá Impru og mannauðsstjórnun hjá Háskólanum á Akureyri. Hef verið virk í félagsmálum, tekið þátt í hinum ýmsu félagsstörfum og er nú formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar.
 
Ástæða þess að ég hef ákveðið að óska eftir 2. sæti í prófkjöri framsóknarmanna er sú að ég vil hafa áhrif á samfélagið sem ég og fjölskylda mín búum í.
 
Helstu áherslumál:
 
Menntamál: Mikilvægt er að allt skólastarf sé öflugt og að allar verulegar breytingar verði gerðar í góðri sátt við samfélagið. Nýjum framhaldsskóla verður að tryggja viðeigandi húsnæði og tryggja þarf gæði skólastarfsins.
 
Fjölskyldan: Mikilvægt er að hugsa vel um ungar barnafjölskyldur. Gefa þarf öllum tækifæri, óháð efnahag, að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Markaðssetja þarf sveitarfélagið sem fjölskylduvænt sveitarfélag. Þá þarf að tryggja öldruðum og öryrkjum góða þjónustu.
 
Atvinnumál: Hlúa að stórum sem smáum fyrirtækjum sem fyrir eru auk þess að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Grunnur að búsetu í sveitarfélaginu er að atvinnulíf sé öflugt, allir þurfa á atvinnu að halda.
 
Heilbrigðismál: Standa þarf vörð um heilbrigðisþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og tryggja þarf að þjónustustig skerðist ekki.
 
Fjármál: Tryggja þarf ábyrga fjármálastjórn sveitarfélagsins.
 
Kæru íbúar Fjallabyggðar.
 
Ég bið um ykkar stuðning til góðra verka og heiti því að vinna af hugsjón og heiðarleika.

Sólrún Júlíusdóttir

Athugasemdir

13.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst