Sálin og Rauðka 2013

Sálin og Rauðka 2013 Sálin sló í gegn síðastliðið sumar og mætir aftur með trompi laugardaginn 27.júlí. Sama fyrirkomulag verður á ballinu og í fyrra þar

Fréttir

Sálin og Rauðka 2013

Sálin sló í gegn síðastliðið sumar og mætir aftur með trompi laugardaginn 27.júlí. Sama fyrirkomulag verður á ballinu og í fyrra þar sem Rauðkutrog veðrur undirlagt undir þennan frábæra stórviðburð, þann stærsta á árinu.

Líkt og í fyrra mun svæðið opna klukkan 22:30 og ballið hefjast klukkan 23:00. Útigrill verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa gómsæta hamborgara „a la“ Rauðka með heimalagaðri sósu þegar hungrið sækir að. Sá ískaldi verður svo að sjálfsögðu á kantinum.
 
Forsala aðgöngumiða fer fram á Kaffi Rauðku og verður opnað fyrir hana miðvikudaginn 17.júlí klukkan 15:00. Miðaverð 2.900kr og aldurstakmark 20 ár.

Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst