Siglfirðingakvöld á SPOT
Húsið opnar kl.19.
20:00 - Borðhald hefst
21:00 - Gleðisveitin Jói Samfestingur
22:30 - Grúskur - tónlistargjörningur
22:45 - Fílapenslarnir
00:00 - Cargo
00:30 - Max heldur uppi stuðinu fram á rauða nótt.
_________________________________________________________________________
Ágætu félagar,
Um leið og við sendum ykkur bestu óskir um heillaríkt nýtt ár viljum við vekja athygli ykkar á að laugardaginn 8. janúar nk. standa nokkir ungir siglfirskir eldhugar (Siglfirðingakvöld á SPOT)að dansleik og skemmtun með siglfirsku tónlistarfólki á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi, með stuðningi frá Siglfirðingafélaginu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á árinu.
Miðaverð fyrir kl. 22:00 er aðeins kr. 1.500 en kr. 1.800 eftir kl.22:00.
Borðapantanir í síma 544-4040. Hópamatseðlar. Dæmi um rétt á matseðli: Sveittur Siglfirðingur (Gourmet borgari) með öllu tilheyrandi á siglfirsku tilboðsverði kr. 1.500.
Munið að mæta snemma og athugið að Fílapenslar verða á sviði kortér í ellefu - ekki missa af þeim!
Áramótakveðjur
Siglfirðingafélagið
50 ára 14. október 2011
Athugasemdir