Skáld í Kakalaskála í Skagafirđi
sksiglo.is | Viđburđir | 15.06.2013 | 15:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 285 | Athugasemdir ( )
Innsend frétt.
Nú er sumardagskráin á Sturlungaslóð í Skagafirði að rúlla af stað. Margt er í boði og nú í júní er leikþátturinn Skáld og gönguferð þar sem horft verður yfir ríki Ásbirninga. Sögustundir verða öll miðvikudagskvöld í júlí, og hinn árlegi sögudagur í ágúst.
Einar Kárason ríður á vaðið og verður með einþáttunginn Skáld í Kakalaskála laugardagskvöldið 15. júní kl 20:00. Hann hefur verið að sýna verkið í Landnámssetrinu í vetur og hefur það fengið góða dóma. Aðgangseyrir er 2.500 kr.
Athugasemdir