Sólstöðuganga
sksiglo.is | Viðburðir | 20.06.2014 | 21:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 498 | Athugasemdir ( )
Sólstöðuganga. Tveir skór.
20. júní, kl. 21:30 með rútu frá Ráðhústorgi.
Verð: 1.500. Rúta er innifalin. 4-5 klst.
Gengið inn Mánárdal, upp í Dalaskarð og út Leirdali, mögulega upp á Hafnarhyrnu, 687 m, og svo niður í Hvanneyrarskál.
Kjötsúpa að lokinni göngu.
Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir skipulögðum gönguferðum í sumar. Fyrsta ferðin verður miðvikudaginn 28. maí en þá verður boðið upp á fuglaskoðunarferð í Héðinsfirði.
Síðan verður sólstöðuganga 20. júní. Gengið á Hvanneyrarhyrnu 5. júlí. Út á Siglunes 19. júlí.
Listaganga um Siglufjörð verður 30. júlí og síðan gengið á Hólshyrnuna 2. ágúst. Gönguferðir sumarsins enda svo um
suðureggjar Siglufjarðarfjalla þann 9. ágúst.
Athugasemdir