Stormar

Stormar Hljómsveitin Stormar var án efa ein af vinsælustu unglingahljómsveit á Norðurlandi, um þær mundir er myndin var tekin árið 1966.

Fréttir

Stormar

Stormar
Stormar

Hljómsveitin Stormar var án efa ein af vinsælustu unglingahljómsveit á Norðurlandi, um þær mundir er myndin var tekin árið 1966. Þarna eru Hallvarður Óskarsson – trommur, Theódór Júlíusson – söngur, Gestur Guðnason – gítar, Ómar Hauksson – bassi og Árni Jörgensen – gítar. Síðar komu við sögunnar Rafn Erlendsson – trommur, Jósep Blöndal – piano, og Friðbjörn Björnsson – gítar. 

Sagt er að hljómsveitrir hætti aldrei, heldur hvíli sig bara mislengi. Á það líklega betur við um þessa hljómsveit ef eitthvað er en flestar aðrar, því fyrir nokkrum árum hrukku Stormar aftur í gírinn og hafa verið að síðan með mislöngum hléum. Núna síðast spiluðu þeir á Ketilási þ. 26. júlí 2011 fyrir fullu húsi þar sem aldurstakmarkið var sagt vera 45 ár nema í fylgd með fullorðnum.

Nú stefna Stormar á svið Rauðku á Síldarævintýrinu á Siglufirði, fimmtudaginn 3. ágúst 2017.

 

Nánar á facebook.com/siglohotel


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst