Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7-11 júlí

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7-11 júlí Gönguferð í Hvanneyrarskál og á Hafnarhyrnu Miðvikudagur 7. júlíGengið frá Torginu kl. 13:00 skemmstu leið upp

Fréttir

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7-11 júlí

Þjóðlagahátíðin 2010
Þjóðlagahátíðin 2010

Gönguferð í Hvanneyrarskál og á Hafnarhyrnu

Miðvikudagur 7. júlí

Gengið frá Torginu kl. 13:00 skemmstu leið upp í gegnum bæinn á Skálarveg og eftir honum í Hvanneyrarskál. Skálin er í 250 - 300 metra hæð, sælureitur elskenda á síldarárunum, “Þar Adams synirnir og Evu dæturnar áttu sín leyndarmál". Þaðan er gengin merkt leið í vesturátt og upp á fjallsbrún. Svo í suður að Hafnarhyrnu. Þeir sem leggja í stutt stökk þangað upp hafa glæsisýn niður yfir Siglufjarðarbæ frá hvössum toppum og eggjum í 687 metra hæð. Hafnarhyrna er ekki fær nema vönum og öruggum. Þaðan liggur leiðin eftir Leirdalabrúnum suður og niður Fífladali og eftir Stórabola, snjóflóðaleiðigarði, og niður í bæ. Gönguferðin endar á Torginu þar sem gestir og gangandi taka lagið og kveða. Ferðin gæti tekið um 4 klukkustundir á rólegri göngu. Erfið í meðallagi. Góðir skór, skjólfatnaður og nesti.

Tónleikar, fyrirlestrar og aðrir viðburðir

Miðvikudagur 7. júlí 2010

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Gleði- og afmorskvæði
Spilmenn Ríkínís flytja lög úr fornum íslenskum handritum á upprunanleg hljóðfæri.

Bátahúsið kl. 21.30
Heiðanna ró

Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen leika gömul íslensk dægurlög.

Fimmtudagur 8. júlí 2010

Safnaðarheimilið kl. 13.00
Leitin að tónlist í íslenskum handritum 
Örn Magnússon segir frá.

Allinn kl. 17.00
Bólu-Hjálmar

Barna- og unglingasýning ársins 2009
Stoppleikhópurinn.

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Hrosshár í strengjum

Hjörleifur Valsson leikur eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum og verk íslenskra tón­skálda ­fyrir einleiksfiðlu.

Bátahúsið kl. 21.30
Blágresi

Nesi, Sjana og hinar kellingarnar.
Kristjana Stefánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Hannes Friðbjarnarson og fleiri flytja blá­gresistónlist frá Bandaríkjunum.

Allinn kl. 23.00
Sunnuljóð

Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur ásamt Andrési Þór Gunnlaugssyni gítarleikara leika íslensk þjóðlög í jazz-útsetningum.

Föstudagur 9. júlí 2010

Safnaðarheimilið kl. 13.00
Fiðlan sem slagverkshljóðfæri
Íma Þöll Jónsdóttir fiðluleikari segir frá nýjum straumum í fiðlutónlist í Bandaríkjunum.

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Fimm í tangó

Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda ­Sigurðardóttir píanó, Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Kristín Lárusdóttir selló, Vadim Federov harmónikka leika gamla og glænýja tangóa.

Allinn kl. 21.30
Eddie Walker

Hinni kunni enski gítarleikari flytur kántrý­tónlist, blágresi, ragtime, hillbilly, swing og þjóðlög.

Bátahúsið kl. 23.00
Süßer Trost – Harmabót
Steinunn A. Stefánsdóttir gömbu, Brice Sailly sembal og Mathurin Matharel bassa leika frumsamið efni, endurreisnartónlist og popp á ­gömul hljóðfæri og ný.

Laugardagur 10. júlí 2010

Grunnskólinn Hlíðarvegi kl. 10.00 - 12.00
Íslenskir þjóðdansar og gömlu dansarnir

Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir og
Hulda Sverrisdóttir.

Siglufjarðarkirkja kl. 13.30
Í dag kom vor

Kammerkór Norðurlands flytur íslensk kórlög. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.

Þjóðlagasetrið kl. 14.00 - 16.00
Komdu nú að kveðast á
Félagar í Kvæðamannafélaginu Gefjunni, Akureyri, kveða.

Roaldsbrakki kl. 15.00
Síldarsöltun

Siglufjarðarkirkja kl. 16.00
Þú komst við hjartað í mér
Hljómsveitin Hjaltalín

Bátahúsið kl. 20.30
Uppskeruhátíð
Nemendur á námskeiðum og listamenn á
hátíðinni koma fram.

Allinn kl. 23.00
Dansleikur
Þjóðdansar og gömlu dansarnir.

Sunnudagur 11. júlí

Siglufjarðarkirkja kl. 14.00
Lokatónleikar
Tryggvi M. Baldvinsson: Sprettur
Hafliði Hallgrímsson: Solarium. Konsert fyrir trompet og hljómsveit 
Jón Leifs: Minni Íslands op. 9
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Háskólakórinn
Einleikari: Jóhann Nardeau trompet
Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Námskeið fyrir fullorðna

Námskeiðin eru tveggja daga námskeið og standa yfir 8. og 9. júlí, ýmist hálfan eða allan daginn. Á uppskeruhátíðinni á laugardagskvöld sýna nemendur afrakstur námsins.
Hér má sjá nánari upplýsingar varðandi þáttöku í námskeiðunum. Skráið ykkur á námskeið með því að senda tölvupóst á festival@folkmusik.is

  1. RímnakveðskapurBára Grímsdóttir F.h.
  2. Fiðlan í þjóðlagatónlist – Íma Þöll Jónsdóttir E.h.
  3. Blúsnámskeið í gítarleik - Eddie Walker og Chris Foster, England F.h.
  4. Afríkanskir dansar - Guðrún Ingimundardóttir E.h.
  5. Vattarsaumur - Gerla (Guðrún Erla Geirsdóttir) F. og e. h.
  6. Keðju- og skartgripagerð – Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir F. h.
  7. Flókagerð– Margrét Steingrímsdóttir E.h.
  8. Kjólasaumur á víkingaöld - Ingibjörg Ólafsdóttir F. og e.h.
  9. Eldað undir beru lofti - Guðmundur Finnbogason E. h.
  10. Rýnt í ræturnar: Saga forfeðranna í nýju ljósi - Eyrún Ingadóttir F.h.

Námskeið fyrir börn og unglinga

Námskeiðin eru allan daginn og ókeypis fyrir börn nemenda á öðrum námskeiðum.

Ungt fólk 15-25 ára
Norræn þjóðlög  í suðrænni sveiflu  – Mattias Talja og Lars Kittelmann, Svíþjóð

Ungt fólk 12-15 ára
Stompnámskeið   Jón Geir Jóhannsson

Ungt fólk 5-11 ára
Leikir og sköpun úti við  – Björk Sigurðardóttir

Þjóðlagaakademía

Námskeið sem Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Stofnun Árna ­Magnús­sonar ­halda í sam­vinnu ­við HÍ og LHÍ. Opið öllum ­almenningi.

Fyrirlestrar um rímnalög, munnlega kvæðahefð, íslenska þjóðdansa, barna­gælur og þulur, tvísöng, afríkanska ­dansa, útsetningar á þjóðlögum og gömul hljóðfæri á ­Íslandi.

Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst