Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 7-11 júlí
Gönguferð í Hvanneyrarskál og á Hafnarhyrnu
Miðvikudagur 7. júlí
Gengið frá Torginu kl. 13:00 skemmstu leið upp
í gegnum bæinn á Skálarveg og eftir honum í Hvanneyrarskál. Skálin er í 250 -
300 metra hæð, sælureitur elskenda á síldarárunum, “Þar Adams synirnir og Evu
dæturnar áttu sín leyndarmál". Þaðan er gengin merkt leið í vesturátt og upp á
fjallsbrún. Svo í suður að Hafnarhyrnu. Þeir sem leggja í stutt stökk þangað upp
hafa glæsisýn niður yfir Siglufjarðarbæ frá hvössum toppum og eggjum í 687 metra
hæð. Hafnarhyrna er ekki fær nema vönum og öruggum. Þaðan liggur leiðin eftir
Leirdalabrúnum suður og niður Fífladali og eftir Stórabola, snjóflóðaleiðigarði,
og niður í bæ. Gönguferðin endar á Torginu þar sem gestir og gangandi taka lagið
og kveða. Ferðin gæti tekið um 4 klukkustundir á rólegri göngu. Erfið í
meðallagi. Góðir skór, skjólfatnaður og nesti.
Tónleikar, fyrirlestrar og aðrir
viðburðir
Miðvikudagur 7. júlí 2010
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00Gleði- og afmorskvæði
Spilmenn Ríkínís flytja lög úr fornum íslenskum handritum á upprunanleg hljóðfæri.
Bátahúsið kl. 21.30
Heiðanna ró
Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen leika gömul íslensk
dægurlög.
Fimmtudagur 8. júlí 2010
Safnaðarheimilið kl. 13.00Leitin að tónlist í íslenskum handritum
Örn Magnússon segir frá.
Allinn kl. 17.00
Bólu-Hjálmar
Barna- og unglingasýning ársins 2009
Stoppleikhópurinn.
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Hrosshár í strengjum
Hjörleifur Valsson
leikur eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum og verk íslenskra tónskálda
fyrir einleiksfiðlu.
Bátahúsið kl. 21.30
Blágresi
Nesi, Sjana og hinar
kellingarnar.
Kristjana Stefánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea
Gylfadóttir, Hannes Friðbjarnarson og fleiri flytja blágresistónlist frá
Bandaríkjunum.
Allinn kl. 23.00
Sunnuljóð
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur ásamt
Andrési Þór Gunnlaugssyni gítarleikara leika íslensk þjóðlög í
jazz-útsetningum.
Föstudagur 9. júlí 2010
Safnaðarheimilið kl. 13.00Fiðlan sem slagverkshljóðfæri
Íma Þöll Jónsdóttir fiðluleikari segir frá nýjum straumum í fiðlutónlist í Bandaríkjunum.
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Fimm í tangó
Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó, Íris Dögg
Gísladóttir fiðla, Kristín Lárusdóttir selló, Vadim Federov harmónikka leika
gamla og glænýja tangóa.
Eddie Walker
Hinni kunni enski gítarleikari flytur kántrýtónlist, blágresi, ragtime,
hillbilly, swing og þjóðlög.
Bátahúsið kl. 23.00
Süßer Trost – Harmabót
Steinunn A.
Stefánsdóttir gömbu, Brice Sailly sembal og Mathurin Matharel bassa leika
frumsamið efni, endurreisnartónlist og popp á gömul hljóðfæri og ný.
Laugardagur 10. júlí 2010
Grunnskólinn Hlíðarvegi kl. 10.00 - 12.00Íslenskir þjóðdansar og gömlu dansarnir
Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir og
Hulda
Sverrisdóttir.
Í dag kom vor
Kammerkór Norðurlands flytur íslensk kórlög. Stjórnandi: Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Komdu nú að kveðast á
Félagar í Kvæðamannafélaginu Gefjunni, Akureyri, kveða.
Roaldsbrakki kl. 15.00
Síldarsöltun
Siglufjarðarkirkja kl. 16.00
Þú komst við hjartað í mér
Hljómsveitin Hjaltalín
Bátahúsið kl. 20.30
Uppskeruhátíð
Nemendur á námskeiðum og listamenn á
hátíðinni koma fram.
Allinn kl. 23.00
Dansleikur
Þjóðdansar og gömlu dansarnir.
Sunnudagur 11. júlí
Tryggvi M. Baldvinsson: Sprettur
Hafliði Hallgrímsson: Solarium. Konsert fyrir trompet og hljómsveit
Jón Leifs: Minni Íslands op. 9
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr
Námskeið fyrir fullorðna
Námskeiðin eru tveggja daga námskeið og standa yfir 8. og 9. júlí, ýmist hálfan eða allan daginn. Á uppskeruhátíðinni á laugardagskvöld sýna nemendur afrakstur námsins.Hér má sjá nánari upplýsingar varðandi þáttöku í námskeiðunum. Skráið ykkur á námskeið með því að senda tölvupóst á festival@folkmusik.is
- Rímnakveðskapur – Bára Grímsdóttir F.h.
- Fiðlan í þjóðlagatónlist – Íma Þöll Jónsdóttir E.h.
- Blúsnámskeið í gítarleik - Eddie Walker og Chris Foster, England F.h.
- Afríkanskir dansar - Guðrún Ingimundardóttir E.h.
- Vattarsaumur - Gerla (Guðrún Erla Geirsdóttir) F. og e. h.
- Keðju- og skartgripagerð – Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir F. h.
- Flókagerð– Margrét Steingrímsdóttir E.h.
- Kjólasaumur á víkingaöld - Ingibjörg Ólafsdóttir F. og e.h.
- Eldað undir beru lofti - Guðmundur Finnbogason E. h.
- Rýnt í ræturnar: Saga forfeðranna í nýju ljósi - Eyrún Ingadóttir F.h.
Námskeið fyrir börn og unglinga
Norræn þjóðlög í suðrænni sveiflu – Mattias Talja og Lars Kittelmann, Svíþjóð
Ungt fólk 12-15 ára
Stompnámskeið – Jón Geir Jóhannsson
Ungt fólk 5-11 ára
Leikir og sköpun úti við – Björk Sigurðardóttir
Þjóðlagaakademía
Námskeið sem Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Stofnun Árna Magnússonar halda í samvinnu við HÍ og LHÍ. Opið öllum almenningi.Fyrirlestrar um rímnalög, munnlega kvæðahefð, íslenska þjóðdansa, barnagælur og þulur, tvísöng, afríkanska dansa, útsetningar á þjóðlögum og gömul hljóðfæri á Íslandi.
Athugasemdir