Tónleikahringferð bræðranna Óskars og Ómars
sksiglo.is | Viðburðir | 05.12.2012 | 21:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 249 | Athugasemdir ( )
Bossa Nova og sönglög Útí Geim
Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir á hringferð um landið
Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson
og
Hljómsveit Ómars Guðjónssonar
Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir flytja tónlist af tveim breiðskífum sem komu út nú fyrir jólin.
Annars vegar eru það sönglög Ómars "Útí Geim" sem hann mun leika ásamt hljómsveit sinni í síðari hluta hljómleikanna og hins vegar er það Brazilíski íslandsvinurinn Ife Tolentino sem mun leiða tónleikagesti inn í sinn huglúfa og seiðandi Bossa Nova heim í fyrri hluta tónleikanna ásamt Óskari Guðjónssyni saxofónleikara. Þeir félagar voru einmitt að senda frá sér geislaplötuna "Voce Passou Aqui"
hljómsveitirnar skipa
Ife Tolentino, gítar og söngur
Óskar Guðjónsson, saxofónn
Ómar Guðjónsson, gítar og söngur
Andri Ólafsson, bassi
Hannes Helgason, hljómborð
Helgi Svavar helgason, trommur
HRINGFERÐIN-------------------------------------------------------------------
Borganes - mánudagurinn 3. des kl. 21.00 - Landnámssetrið
Stykkishólmur - þriðjudagurinn 4. des kl. 21.00 - Hótel Sykkishólmur
Siglufjörður - miðvikudagurinn 5. des kl. 21.00 - Kaffi Rauðka
Akureyri - fimmtudagurinn 6. des kl 21.00 - Græni Hatturinn
Neskaupsstaður - föstudagurinn 7. des kl. 21.00 - Blúskjallarinn
Höfn í Hornafiði - laugardagurinn 8. des kl. 21.00 - Pakkhúsið
Athugasemdir