Tónleikar - Illgresi, alvöru Bluegrass á Kaffi Rauðku

Tónleikar - Illgresi, alvöru Bluegrass á Kaffi Rauðku Bluegrasssveitin Illgresi er sú eina sinnar tegundar á Íslandi, en með banjó og mandólín innanborðs,

Fréttir

Tónleikar - Illgresi, alvöru Bluegrass á Kaffi Rauðku

Bluegrasssveitin Illgresi er sú eina sinnar tegundar á Íslandi, en með banjó og mandólín innanborðs, ásamt kassagítar og kontrabassa, gleðja þeir hvern þann sem hlýðir á með hressandi bluegrass tónlist.

Illgresi fæst við instrumental bluegrass tónlist, í þeim stíl sem rekja má til uppruna þessarar tónlistar og tónlistarmanna á borð við mandólínleikarann Bill Monroe og hljómsveitar hans The Bluegrass Boys, banjóleikarans Earl Scruggs ásamt fleirum slíkum frá árunum eftir seinna stríð. 

Þar sem enginn söngur 
 er í efni Illgresis gengur flutningurinn út á að hljóðfærin skiptast á að spila laglínuna og taka sóló, en þetta hefur tíðkast í bluegrass tónlist frá upphafi.

Það verður enginn svikinn af banjói, mandólíni og mikilli gleði.

www.facebook.com/illgresiband


Hér má finna slóð á tónlist með Illgresi

Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst