Tónleikar - Karl Henry Hákonarson

Tónleikar - Karl Henry Hákonarson Ljúfir tónar, signature rödd Kalla og skemmtielg stmenning verður á Kaffi Rauðku föstudaginn 25. maí en þá spilar

Fréttir

Tónleikar - Karl Henry Hákonarson

Ljúfir tónar, signature rödd Kalla og skemmtielg stmenning verður á Kaffi Rauðku föstudaginn 25. maí en þá spilar Kalli af sinni alkunnu snilld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Miðaverð 1.500kr.

"Kalli er enginn nýgræðingur í tónlist en hann gerði eina stóra plötu með sveitinni Útopíu og aðra minni í kringum aldamótin síðustu og mætti ef til vill lýsa innihaldi þeirra sem sveimkenndu rokki eins og var í tísku um þær mundir.

Ég ætla bara að segja það strax að þetta er frábær plata og kannski fyrst og fremst af því Kalli er að gera það sem hann kann manna best en það er að búa til tónlist sem snertir við manni, og fær mann til að líða vel og öðlast trú á mannkynið í sömu andránni. Hæfileikaríkur, hógvær og einlægur kemur hann til dyranna eins og hann er klæddur og honum er það fjarri að þykjast vera eitthvað.

Lögin er flest ákaflega ljúf og notaleg en í þau er jafnframt spunninn þessi sári þráður sem gerir ljúfa tónlist þess virði að á hana sé hlustað.
Einhver talaði um að það væri heilun að hlusta á þessa plötu og ég er ekki frá því. Sennilega væri nær að læknar skrifuðu "resept" fyrir Last train home frekar en þessum helvítis pillum endalaust."

(Björn Jónsson. bubbinn.bloggar.is)





Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst