Útimarkaður laugardaginn 20. júní.
sksiglo.is | Viðburðir | 20.06.2009 | 17:00 | | Lestrar 149 | Athugasemdir ( )
Ætlunin er að setja upp útimarkað á Torginu á Siglufirði laugardaginn 20. júní frá kl. 14:00-17:00. Mikið er um að vera í bænum þessa helgi. Jónsmessuhátíðin verður í Síldarminjasafninu, Midnight Sun Race siglingakeppnin verður ræst á laugardaginn, Miðnæturmótið KS fer af stað og Ferðafélags Siglufjarðar býður til Sólstöðugöngu. Auk þess verður Bylgjan í bænum með beinar útsendingar yfir helgina frá Siglufirði. Okkur langar því að lífga uppá mannlífið á Torginu á laugadaginn ef veður leyfir. Þeir sem hafa áhug á að fá söluaðstöðu geta haft samband við Ingu í síma 862-9110 eða á inga@fjallabyggd.is Allir velkomnir. Sigurður Hrannar, Guðný Eygló, Halldóra Freyja og Arnar, krakkarnir úr Siglóporti verða sölufólki til aðstoðar.
Athugasemdir