Yngismeyjafélag Svarfdælinga í heimsókn
Sjö glaðlindar konur sátu við eitt af borðunum sunnan við Hannes Boy og ég spurði hvaða Yngismeyjafélagskapur þetta væri og hvað drægi svona fínar dömur til Sigló ?
"Við eru úr Svarfaðadal og við hittumst yfirleitt á verturnar í bútasaum og öðru föndri og við tókum okkur dagstúr til Siglufjarðar til að skoða lista og bútasaumasýninguna hennar Kolbrúnar Símonar og síðan fórum við líka að sjá klippimyndir hjá Gallerí Abbý.
Dásamlegur dagur sögðu þær í kór.
Já og við höfum nú aldrei haft neitt nafn á þessum selskap en Yngismeyjafélag Svarfdælinga hljómar fínt. Takk fyrir.
Svo kemur Daníel sjarmur með vín og kaffi og þær átta sig á að hér er kominn sjálfur "Hinn Dúi" sem hefur verið að skemmta í Svarfaðadal með Stúlla í staðin fyrir Dúa Ben.
Þess vegna er Daníel kallaður Hinn Dúi.
Meira um sýningu Kolbrúnar hér: Saumað og málað í lífsins liti
og meira um Abbý hér: Klippir út minningar
Yngismeyjar á spalli
Gaman í blíðunni á Sigló
Myndir og texti: NB
Athugasemdir