70 nýnemar í MTR á næsta skólaári
Mikil aðsókn hefur verið í Menntaskólann á Tröllaskaga (MTR) frá því að hann opnaði fyrst og eru nú 175 nemendur skráðir í nám næsta haust. Á fyrstu önn skólanns árið 2010 voru 70 nemendur innritaðir að sögn Láru Stefánsdóttur skólameistara.
Þá segir Lára „samkvæmt kerfinu eru nú skráðir 52 nýnemar í allt 176 nemendur. Við höfum heimild til að hafa 130 nemendur í fullu námi og fullnýtum þá heimild á þessu ári og vel það sýnist mér“.
Ekki eru allir nemendur í fulu námi og er því ennþálaust pláss í nokkra áfanga.
„Við getum ennþá tekið inn nemendur í þá áfanga þar sem er ennþá pláss en sumir áfangar eru fullir. Við
leitumst við að taka þá sem til okkar sækja ef þess er nokkur kostur þar til skóli byrjar en þeir komast ef til vill ekki í þá
áfanga sem þeir helst kjósa á næstu önn“.
Það er ánægjulegt að sjá hversu mikil aðsókn er í skólann og að ungt fólk úr heimabyggð sé að nýta
sér það nám sem í boði er í MTR.
Lára Stefánsdóttir skólameistari. Ljósmynd: Guðmundur Skarphéðinsson
Athugasemdir