MEÐAN FÆTURNIR BERA MIG
Árið 2011 hlupu tvenn hjón í kringum landið undir nafninu Meðan fæturnir bera mig fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ákveðið hefur verið að viðhalda hugmyndafræðinni og hvetja almenning til þátttöku í árlegu hlaupi.
Með þátttöku styrkir almenningur málefni veikra og/eða fatlaðra barna. Í ár er hlaupið fyrir blind og sjónskert börn og safnað fyrir sjóðinn Blind börn á Íslandi.
Hlaupið í ár er tileinkað hetjunni Leu Karen Friðbjörnsdóttur.
Meðan fæturnir bera mig afhendir öll áheit og allt sem safnast með þáttökugjöldum óskert til sjóðsins en til þess að það megi verða þá reiðir félagið sig á velviljaða aðila sem standa straum af kostnaði. Síminn er aðalstyrktaraðili hlaupsins
Siglufjörður.
Crossfit hópurinn ætlar að skokka á laugardaginn og hvetjum við alla sem vilja taka þátt í hlaupinu, hvort sem fólk labbar, eða bara til að hittast. Málefnið er gott.
Og svo fyrir þá sem komast ekki í hlaupið geti þið sett frjáls framlög inn á reikning.
Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að styrkja þetta málefni.
Hægt er að skrá sig í hlaupið á Siglufirði inn á http://www.mfbm.is
Athugasemdir