Allir í strandblak!!
sksiglo.is | Afþreying | 06.06.2013 | 11:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 535 | Athugasemdir ( )
Allir í strandblak.
Skólakrakkarnir nota síðustu dagana í skólanum í það
að læra strandblak. Hingað er kominn landsliðsstrandblaksþjálfari(vá , langt orð og örugglega kolvitlaust skrifað líka). Karl Sigurðsson
hefur þjálfað landsliðið í strandblaki í einhver ár og er kominn á Sigló til að kenna krökkunum allt um strandblakið.
Óskar og Anna eru honum auðvitað innan handar. Strandblaksvöllurinn á vafalaust eftir að verða mikið notaður í sumar, bæði af krökkum
og fullorðnum.
Gulli Stebbi benti mér á það af sinni alkunnu blíðu og snyrtimennsku
að það mætti alls ekki kalla Strandblaksvöllinn "Stóra Sandkassann" því þá færu einhverjir í svakalega fýlu. Ég
veit ekki hvort það var einungis hann sem var eitthvað óánægður með þetta en ég biðst þá bara afsökunar á
þessu orðavali mínu. Ég ætla hins vegar að fara að hans ráðum og kalla þetta eitthvað allt annað. Sem ég get bara alls ekki nefnt
hér því þá færu örugglega einhverjir í miklu meiri fýlu en síðast.
Annars er þetta alveg meiriháttar flottur völlur og bænum til sóma.
Örugglega eiga einhverjir eftir að verða sér til skammar í sumar þegar þeir tapa einhverjum leik í svona strandblaki. Ég ætla hins vegar
að vinna alla þá leiki sem ég á eftir að spila þarna. Allaveg vona ég það. Alveg innilega.
Athugasemdir