Ámundi á Slökkvistöð Siglufjarðar
sksiglo.is | Afþreying | 24.06.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 640 | Athugasemdir ( )
Ég kom við á slökkvistöðinni hjá honum Ámunda til að kæla mig einn góðviðrisdaginn þegar ég var alveg hreint að drepast úr hita á leiðinni í vinnuna.
Ámundi tók vel á móti mér og sýndi mér eitt og annað
í sambandi við slökkviliðið og græjurnar.
Það er svolítið gaman að fá að skoða þetta allt saman þó maður eigi að teljast fullorðinn og hafa alltaf verið
í Brunaliðinu hér á yngri árum.
Þess má geta svona í óþarfa framhjáhlaupslanghlaupi að einn stórfrændi minn var í sama Brunaliði og ég þegar
við vorum púkar og hann gerði sér lítið fyrir og kveikti í fjallinu fyrir ofan bæinn ásamt fjélögum sínum einn
sumargóðviðrisdag hér í denn.
Árið eftir var fjallið fallega grænt og hefur örugglega aldrei verið fegurra, en ég mæli alls ekki með þessu. Skammirnar sem hann
fékk voru alveg hreint ógurlegar þó svo að hann hafi reynt að sannfæra föður sinn um það þegar hann kom heim kolbikasvartur (hann
fór reyndar beint í sturtu, setti á sig rakspíra og henti fötunum sem hann var í, vegna þess að hann taldi þau sönnunargögn) að
hann hafi verið að reyna að slökkva eldinn.
Það vissu það svosem allir að það var alveg haugalýgi og meira að segja ég þó ég hafi verið töluvert yngri.
Ég hafði satt að segja ögn gaman af því að hann hafi verið skammaður vegna þess að hann var eldri en ég (þó ég hafi
verið langt yfir honum í þroska og greind og þá dreg ég frekar úr en hitt) og hann var alloft að stríða yngri frænda
sínum. Ég skammast mín nákvæmlega ekkert fyrir að hafa haft gaman að þessu, bara alls ekki neitt. Reyndar hef ég mjög gaman af
því að nefna þetta við hann og föður hans annað slagið.
En jæja áfram með Ámunda og slökkvistöðina. Ámundi
sýndi mér meðal annars nýjar klippur sem slökkviliðið var að fá og eru þær töluvert öflugri og auðveldari að eiga
við en þessar gömlu glussadrifnu. Einnig skoðuðum við eiturefnakerruna og reykköfunargræjurnar og fullt af öðrum vægast sagt mögnuðum
hlutum.
Ámundi vildi ekki kannast við að slökkviliðið Siglufjarðar megin
ætti neina hoppukastala eða eitthvað í þeim dúr sem mér persónulega finnst svolítið bagalegt.
Ég reyndar er með hugmynd um það hvort það væri ekki hægt
að hafa slökkviliðsmennina Siglufjarðar megin með svona björgunarnet sem cirka 10 slökkviliðskallar halda á og henda krökkum upp í loftið
í staðinn fyrir hoppukastala á 17. júní og alls konar mannamótum.
Ég þakka Ámunda fyrir gott spjall og skemmtilega fræðslu um allt á
milli himins og jarðar í sambandi við Slökkvilið Siglufjarðar og getum við verið stollt af því að eiga svona góða menn í
slökkviliðinu.
Hérna er mynd af svona björgunarneti sem væri hægt að vera með við
alls kyns skemmtanir.
Ámundi.
Nýju klippurnar.
Þessi er flottur.
Nýju klippurnar sem eru öflugri og batterís knúnar sem sparar bæði
tíma og menn
losna við að vera með leiðslur sem flækjast fyrir og tefja.
d
Gömlu klippurnar sem eru tengdar glussa.
Eiturefnakerran.
Ég þekki nokkra handóða sem væru örugglega alveg til í að
fikta við þetta.
Búningageimslan.
Í nýja slökkvibílnum eru reykköfunartækin staðsett inn í
bílnum sem sparar tíma og er
þægilegra.
Athugasemdir