Blautar og vindbarnar en skælbrosandi
Það vantaði hvorki vætuna né vindinn á Pæjumót Sparisjóðs Siglufjarðar og Rauðku 2014 en það sem mikilvægara er að ekki vantaði heldur brosið á pæjurnar sjálfar. Sérlega gaman var að taka liðsmyndir af stelpunum sem augljóslega skemmtu sér vel og skein þar liðsandinn í gegn um kröftug hróp og skemmtileg bros.
Á laugardag og sunnudag var hluti mótsins færður á Ólafsfjörð vegna aðstæðna sem sköpuðust á vellinum suður á Hóli eftir slagveður föstudagsins og ekki betur að sjá en að það hafi fallið vel í kramið á foreldrum og börnum.
Á þriðjudag munum við birta allar þær liðsmyndir sem teknar voru á Pæjumóti Sparisjóðs Siglufjarðar og Rauðku 2014 hér á Sigló.is en hér er mynd af 7 flokk Stjörnunnar sem átti skemmtilegt lukkudýr og eitt kröftugasta hrópið á laugardeginum.
Athugasemdir