Boccia mót Tröllabarna og Snerpu
Laugardaginn 1.mars kl 12:00 í íþróttahúsinu Siglufirði
Nú í ár á útvarpsstöðin Trölli 5 ára afmæli. Að því tilefni langar Tröllabörnum að láta gott af sér leiða út í samfélagið okkar og hefur að því tilefni skorað á Snerpu til keppni í boccia og sett af stað söfnun fyrir félagið með áskorun þessari.
Mikil spenna er innan raða Snerpu og Tröllabarna og hafa stór orð verið látin falla um hver vinnur hvern og þar fram eftir götunum, það kemur nú allt í ljós þann 1.mars
Mikið er um að vera hjá Snerpu eins og alltaf. Íslandmótin hjá þeim eru í apríl, 11. apríl hjá fötluðum og 26. apríl hjá öldruðum. Svo eiga þau sér draum um að skella sér til Færeyja.
Útvarpað verður frá Boccia mótinu, ekki er vitað til þess að útvarpað hafi verið beint frá boccia móti áður. Hægt er að hlusta á Trölla á FM 103,7 á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey, Árskógssandi, Grenivík og nágrenni sem og netinu á http://fm.trolli.is/ út um allan heim.
Hvetjum alla til að mæta og fylgjast með spennandi keppni og leggja góðu málefni lið
Hægt er að greiða frjáls framlög á mótsstað eða leggja inn á reikning Snerpu 1102-26-102599 kt 561288-2599.
Með bestu kveðju og ósk um góðar viðtökur
Tröllabörn
Mynd við frétt fengin af netinu.
Athugasemdir