Brúðkaup á bryggjunni
Föstudaginn 15. maí kl. 17.00 mætti fríður hópur prúðbúinna gesta á bryggjuna við smábátahöfnina á móts við Rauðkutorg . Tilefni þessa mannfagnaðar var brúðkaup þeirra Halldórs Kristjánssonar og Kristjönu Elínar Helgudóttur frá Akureyri.
Athöfnin fór fram í dásamlegu veðri og gaf Séra Sigurður Ægisson brúðhjónin saman. Kristjana Elín er fædd og uppalin hér á Siglufirði. Foreldrar hennar eru Helga Dóra Ottósdóttir og Erlingur Hjalti Garðarsson.
Skemmtilegur og litríkur atburður sem gladdi gesti og gangandi
Ættingjar og vinir fögnuðu með brúðhjónunum
Brúðarkossinn myndaður
Smábátahöfnin skartaði sínu fegursta
Athugasemdir