Allinn
sksiglo.is | Afþreying | 05.07.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 787 | Athugasemdir ( )
Allinn
Ég kom við á Allanum fyrir stuttu síðan til að taka létt spjall við Lóu og Halla. Eins og flestir sem þekkja þau þá er það alls ekki leiðinlegt að taka létt spjall við þau.
Ég kom inn og spurði Karólínu hvar verkstjórarnir væru. Karólína sagði að það væri bara einn verkstjóri og það væri Lóa, og enginn annar. Ég varð svolítið hissa á þessu og hélt áfram. "En Halli? ræður hann ekki neinu?" og Karólína svara svipbrigðalaust " Nei ". Þar hafi þið það.
Ég kom til þeirra um 11 leytið og þá var allt á fullu við að græja hádegishlaðborðið sem átti að byrja klukkan 12. Halli hrærði í hamsapottinum, Karólína og Jón Þór( Sævör og Einar eru foreldrar Jóns Þórs) skáru niður grænmeti og allskonar og Lóa sá um að stýra þessu öllu saman og sá til þess að allt ætti að vera eins og það á að vera.
Það var saltfiskur og hamsar ásamt ótrúlegu magni af alls konar grænmeti sem ég hef persónulega sjálfur takmarkaðan áhuga og skilning á. En fyrir þá sem hafa áhuga á alls konar svoleiðis ljómandi fallegu grænmetisdæmi og almennt góðum heimilsmat ættu ekki að láta hádegishlaðborðið hjá Allanum framhjá sér fara. Hamsarnir litu líka alveg hreint sérstaklega vel út.
Veitingastaðurinn hjá Halla og Lóu er líka opin á kvöldin og planið er að bjóða upp á heitan mat um kvöldmatarleitið.
Ef ég hefði kólesterólið í það þá mundi ég ekki borða neitt annað en beikon, hamborgara, franskar, hamsa og dýrafitu í öllum mögulegum útfærslum. En svona er þetta, maður verður að hugsa um línurnar sínar, þó það líti nú samt sem áður ekki út fyrir að ég hugsi neitt sérstaklega vel um þær.
Svo ef þú ert að kafna úr þorsta þá geturðu auðvitað svalað þorstanum í alls kyns drykkjum, bæði óáfengum og áfengis prósentulega styrktum svaladrykkjum.
Allinn er flottur veitingastaður þar sem er tekið líflega á móti manni og nú tala ég af reynslu, maturinn er alveg hreint hrikalega góður.
Ég kom við á Allanum fyrir stuttu síðan til að taka létt spjall við Lóu og Halla. Eins og flestir sem þekkja þau þá er það alls ekki leiðinlegt að taka létt spjall við þau.
Ég kom inn og spurði Karólínu hvar verkstjórarnir væru. Karólína sagði að það væri bara einn verkstjóri og það væri Lóa, og enginn annar. Ég varð svolítið hissa á þessu og hélt áfram. "En Halli? ræður hann ekki neinu?" og Karólína svara svipbrigðalaust " Nei ". Þar hafi þið það.
Ég kom til þeirra um 11 leytið og þá var allt á fullu við að græja hádegishlaðborðið sem átti að byrja klukkan 12. Halli hrærði í hamsapottinum, Karólína og Jón Þór( Sævör og Einar eru foreldrar Jóns Þórs) skáru niður grænmeti og allskonar og Lóa sá um að stýra þessu öllu saman og sá til þess að allt ætti að vera eins og það á að vera.
Það var saltfiskur og hamsar ásamt ótrúlegu magni af alls konar grænmeti sem ég hef persónulega sjálfur takmarkaðan áhuga og skilning á. En fyrir þá sem hafa áhuga á alls konar svoleiðis ljómandi fallegu grænmetisdæmi og almennt góðum heimilsmat ættu ekki að láta hádegishlaðborðið hjá Allanum framhjá sér fara. Hamsarnir litu líka alveg hreint sérstaklega vel út.
Veitingastaðurinn hjá Halla og Lóu er líka opin á kvöldin og planið er að bjóða upp á heitan mat um kvöldmatarleitið.
Ef ég hefði kólesterólið í það þá mundi ég ekki borða neitt annað en beikon, hamborgara, franskar, hamsa og dýrafitu í öllum mögulegum útfærslum. En svona er þetta, maður verður að hugsa um línurnar sínar, þó það líti nú samt sem áður ekki út fyrir að ég hugsi neitt sérstaklega vel um þær.
Svo ef þú ert að kafna úr þorsta þá geturðu auðvitað svalað þorstanum í alls kyns drykkjum, bæði óáfengum og áfengis prósentulega styrktum svaladrykkjum.
Allinn er flottur veitingastaður þar sem er tekið líflega á móti manni og nú tala ég af reynslu, maturinn er alveg hreint hrikalega góður.
Ég get hiklaust mælt með því að koma við á Allanum og fá sér eitthvað hrikalega gott í gogginn eða drykk og ég
á eftir að koma nokkrum sinnum við í hádeginu og fá mér aðeins í gogginn áður en ég fer heim í mat til hennar
Ólafar minnar.
Væntumþykjan á Allanum leynir sér ekki.
Jón Þór kann þetta allt.
Halli að baka.
Lóa að dæla einum ísssss köldum.
Ég tók mynd af þessu fyrir hana Ólöfu.
Hamsar að hætti Halla eru sko alls ekki slæmir, ég get vottað það.
Athugasemdir