Steini Sveins er "Einn sér eða í smærri hópum".

Steini Sveins er "Einn sér eða í smærri hópum". Steini Sveins byrjar með útvarpsþátt á fm Trölla í dag. Þátturinn byrjar klukkan 10 og endar 12. Þetta er

Fréttir

Steini Sveins er "Einn sér eða í smærri hópum".

Steini Sveins byrjar með útvarpsþátt á fm Trölla í dag. Þátturinn byrjar klukkan 10 og endar 12. Þetta er eitthvað sem maður má ekki láta framhjá sér fara.

 
Þátturinn fær það þjála og skemmtilega nafn "Einn sér eða í smærri hópum". Hann segist ekkert vita hvað hann sé að fara útí en við höfum fulla trú á Steina Sveins. Hann lofar að spila góð lög sem eiga ættir að rekja til áttunda áratugarins, sem var víst seint á síðustu öld og örugglega muna margir enn þann dag í dag eftir þeim áratug.
 
Eitthvað verður nú líklega af húmor,glensi og gríni ef ég þekki þennan öðling rétt. Einnig ætlar Steini að gefa Siglfirskum tónlistarmönnum sinn sess í þáttunum (ætli það verði ekki Cargo og fleiri eðalbönd). Einnig ætlar hann að grafa upp lög sem sjaldan eða jafnvel aldrei heyrast í útvarpi. Steini segir að mottó þáttarinns verði  "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir..."
 
Ég bíð alveg snarspenntur eftir því að heyra í þessum eldhressa dreng.
 
Á stór Fjallabyggðarsvæðinu er hægt að hlusta á stöðin á 103,7 MHz og svo á netinu á fm.trolli.is og smella á hlusta.

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst