Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race festir sig í sessi

Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race festir sig í sessi Í frétt Vísis frá í morgun kemur fram að Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race tókst með ágætum

Fréttir

Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race festir sig í sessi

Í frétt Vísis frá í morgun kemur fram að Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race tókst með ágætum og á einungis eftir að vaxa og dafna

" Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race 2015 fór fram á Siglufirði um liðna helgi. Aðstæður voru hinar allra bestu og skein sólin á glaðleg andlit keppenda og áhorfenda. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og voru rúmlega þrjátíu einstaklingar sem tóku þátt þetta árið. Fjallaskíðaíþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda enda ekki að furða þar sem hún veitir þeim sem hana stunda mikið frelsi á fjöllum. 

Dagskrá mótsins hófst með hátíðarmorgunverði á Kaffi Rauðku þar sem keppendur og aðstandendur mótsins hlóðu batteríin fyrir átök dagsins. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði keyrði svo keppendum inn í Fljót að morgunverði loknum þar sem mótið var ræst. Gengið var yfir Siglufjarðarskarð og svo skíðað niður. 

Um kvöldið var svo haldin verðlaunahafending og kvöldverður en þangað mættu meira en hundrað manns. Mikil ánægja var með mótið meðal keppenda og aðstandenda. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu þrjú sætin, sæti 2.-3. fengu útbúnað frá Fjallakofanum og verðlaun í boði Kaffi Rauðku en sigurvegarar í hverjum flokki unnu sér inn stórglæsilega þyrluskíðun í boði Eleven Experience.  Verndari mótsins var hinn góðkunni Tómas Guðbjörnsson læknir og fjallageit. 

Úrslitin fóru sem hér segir:

Karlaflokkur
1. Stefán Guðmundsson
2. Einar Rúnar Sigurðsson
3. Stefán Ákason

Kvennaflokkur
1. Elín Marta Eiríksdóttir
2. Jóhanna Hlín Auðunsdóttir
3. Áslaug Bríem "

Frétt og mynd: tekin af vef Vísis 


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst