Fm.trolli.is á alveg hreint blússandi siglingu

Fm.trolli.is á alveg hreint blússandi siglingu Ég hafði samband við Gunnar Smára Helgason útvarpsstjóra hjá fm.trolla.is 103,7MHz og fékk hann til að

Fréttir

Fm.trolli.is á alveg hreint blússandi siglingu

Fm.trolli.is á alveg hreint blússandi siglingu

 
Ég hafði samband við Gunnar Smára Helgason útvarpsstjóra hjá fm.trolla.is 103,7MHz og fékk hann til að segja mér hvað væri að gerast í útvarpsmálum Fjallabyggðar og nágrennis. 
 
Mikið af nýjum þáttum hafa hafið göngu sína og fengið alveg hreint ágætis hlustun.
Þættir sem eru á dagskrá á fm.trolli.is getur þú bæði hlustað á á netinu og líka á 103,7 á stór Fjallabyggðasvæðinu eins og er eru þessir:
 
Andri Hrannar er með þáttinn "Frjálsar hendur Andra"  mán, þri, mið, fim frá 13:00 til 16:00 þar sem Andri kemur fólki í gegn um vinnudaginn með alls konar óþarfa upplýsingum um hitt og þetta.
Andri er svo með þáttinn "Eru ekki allir í stuði" á föstudögum frá 13:00 til 16:00 þar sem Andri kýlir upp stuðið fyrir helgina.
 
Steini Sveins, Steini Bertu eða Steini Píta er með þáttinn "Einn sér eða í smærri hópum"  frá 10:00-12:00 á föstudagsmorgnum þar sem þessi flokkur manna (þ.e.a.s. Steini Sveins, Steini Bertu eða Steini Píta) spilar skemmtilega tónlist og grínast um hitt og þetta.
 
Gulli Stebbi, Ægir Eðvarðs og Hrólfur Baldurs eru svo með þáttinn "Tveir á móti Einum" sem er þáttur sem kemur fólki yfirleitt í vont skap þó þeir spili skemmtilega tónlist, en það er allt saman Ægi að þakka, hann velur lögin.
 
Ella Maja (ekki Mæja) hefur bæði leyst af í þáttum og svo verið með beina útsendingu frá Óláta hátíðinni í Ólafsfirði. Ella Maja (ekki Mæja) hefur silkimjúka og mjög svo útvarpsvæna útvarpsrödd sem er ansi mikil tilbreyting frá því að heyra í körlunum. Svo er þetta hin myndarlegasta stúlka sem er líka ansi hreint skemmtilegt líka því vanalega er ófríða fólkið að vinna í útvarpinu eins og sést á karlmönnunum sem eru með þætti hjá stöðinni.
 
Einhverjir þættir eru í bígerð og vonandi fylgjast sem flestir með þróunn þessarar ungu útvarpsstöðvar. 
 
Eins og sést er þetta nokkurs konar karla veldi fyrir utan eina gellu sem hjálpar annað slagið til, en það væri mjög gaman að fá einhverjar stelpur sem hafa áhuga á þessu til þess að vera með þátt eða þætti og berjast aðeins á móti testósterón búntunum sem eru með þætti nú þegar.
 
103,7MHz á stór Fjallabyggðarsvæðinu.
 
Og það er víst bezt að taka það fram að einhverjar myndir hér fyrir neðan hef ég fengið að láni hjá Gunnlaugi Guðleifssyni 
sem er alls ekki bara ljómandi góður útvarpsmaður heldur líka hinn sæmilegasti ljósmyndari.
 
fmtrolli
Andri Hrannar miðlar til þín fullt af óþarfa upplýsingum til þess eins að þú komist
í gegn um vinnudaginn. Svo á föstudögum dúndrar þessi eldhressi eðaldrengur
upp stuðinu fyrir helgina.
 
fmtrolli
Steini Sveins, Steini Píta eða Steini Bertu. Þið megið bara velja. Hann er annað hvort
einn sér með sjálfum sér eða í miklu smærri hópum og spilar skemmtilega mússik og
fær fullt af viðmælendum í stutt og löng viðtöl.
 
fmtrolli
Mynd fengið að láni hjá Gulla Stebba.
Gunnar Smári útvarpsstjóri stýrir öllum þessum vitleysingum, þar af leiðandi hlýtur hann
að vera yfir-vitleysingurinn. Gunnar Smári hefur alveg hreint sérstakt dálæti á alls kyns
hátölurum, snúrum og míkrafónum.
 
fmtrolli
Ella Maja. En þess má geta að hún hefur ekki verið kölluð Ella Mæja með "æ"-i og hefur
séð þó nokkuð um beina viðburðalýsingu á hinum ýmsu bæjarhátíðum. Hennar helsti
draumur er að ná að verða Fjallkona Fjallbyggðinga 7 ár í röð.
 
fmtrolli
Vilmundur Ægir. Arsenalmaðurinn Ógurlegi sem hefur hlotið gott lof fyrir lagaval og 
óhemju þýða útvarpsrödd. Einnig hefur Ægir sérstakt lag á að miðla málum á milli þeirra
sem eru í þessum útvarpsþætti (sem reyndar fáir hlusta á) með honum.
 
fmtrolli
Gulli Stebbi. Stundum hefur hann reyndar verið kallaður Herra Ráðríkur Útvarpsstjóri
og vasast í öllu því sem hann ræður ekkert yfir en segir reyndar stundum það sem segja
þarf og enginn annar vill segja.
 
fmtrolli
Mynd fengin að láni hjá Gulla Stebba.
Hrólfur Baldurs. En þess má geta að hann hefur alls ekki fengið gott lof fyrir frammistöðu
sína í útvarpi og langar hugsanlega að snúa sér alfarið að þáttagerð fyrir sjónvarp, sem
er ansi hreint furðulegt því ekki er hann nú fallegur maðurinn.

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst