Gamli Gagginn í nýjan búning
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 20.05.2015 voru lagðar fram teikningar af húsnæði við Hlíðarveg 18-20 eða gamla gagnfræðiskólahúsinu.
Óskað var eftir leyfi fyrir hönd Annathor ehf. til að breyta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í
fjölbýlishús.
Fyrirhugað að byggja kvist á ris og nýta það fyrir tvær íbúðir. Gert er ráð fyrir 14 íbúðum í húsinu
sem er skráð 1535 fermetrar.
Nefndin samþykkir breytta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús og felur tæknideild að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum fyrirliggjandi teikninga.
Mynd: Leó Ólason
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og af vef Fjallabyggðar
Athugasemdir