Gospel og gleði
Sunnudaginn 12. apríl voru haldnir gospeltónleikar í Siglufjarðarkirkju að loknu helgarnámskeiði í gospeltónlist. Leiðbeinendur voru þau Óskar Einarsson, Fanný Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir.
Við upphaf tónleikanna nefndi Óskar að venjulega væru haldnir svona tónleikar að loknu vetrarstarfi kóra en ekki eftir stutt helgarnámskeið. Óskar veit hvað hann syngur þegar að gospeltónlist kemur, hann hefur verið tónlistarstjóri Fíladelfíu frá árinu 1992, að undanskildum þeim tveimur árum sem hann stundaði tónlistarnám í Bandaríkjunum.
Eins og Óskar sagði í viðtali við Morgunblaðið "Gospel er gleðigjafi, fyrir mér er hún lífsstíll og sönn lífsfylling". Gospel tónlist gengur út á það að tala við guð, lofa hann og biðja í gegnum tónlist og ríkti mikil gleði meðal áhorfenda og flytjenda í Siglufjarðarkirkju.
Kórinn í syngjandi sveiflu
Lísa Margrét Gunnarsdóttir syngur af innlifun
Klappað og sungið með
Þorsteinn Bjarnason tók einsöng
Gleðin við völd
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir