Kveðið við kertaljós
Öllum íbúum Fjallabyggðar er boðið á söngkvöld kvæðamannafélagsins Rímu í Gránu í kvöld,
föstudag 7. júní, kl. 20.
Að sögn Rúnu Ingimundar ætlar hópur fólks sem lagt hefur stund á kveðskap síðastliðinn vetur að flytja fjölbreytilega
dagskrá kvæðalaga, þjóðlaga og tvísöngva. Með þessu vill Ríma þakka fyrir stuðning margra aðila við fyrsta
landsmót kvæðamanna sem haldið var á Siglufirði í mars.
Þessi sami kvæðamannhópur mun koma stöku sinnum fram í sumar til að kynna þjóðlög fyrir ferðamönnum og jafnvel um borð
í skemmtiferðaskipum.
Fólk er hvatt til að mæta í kvöld – ókeypis aðgangur.
Athugasemdir