Leikskálaferð í sveitina.
sksiglo.is | Afþreying | 01.06.2013 | 14:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 555 | Athugasemdir ( )
Börn á Leikskálum og foreldrar fóru í sveitaferð á
Sauðanes síðast liðinn miðvikudag 29. maí. Þar var margt skemmtilegt að sjá og mikið um að vera. Bæði foreldrar og börn
höfðu gaman af og fengu meðal annars að sjá ær bera sem mörgum þótti mjög merkilegt og mörg ung augu horfðu dolfallin á og fannst
þetta vægast sagt mjög spennandi.
Foreldrafélag Leikskála þakkar Jonna, Herdísi og börnum þeirra
kærlega fyrir að lofa börnum og fullorðnum að koma í sveitina til að skoða.
Fleiri myndir má sjá hér að neðan, og miklu fleiri myndir í myndaalbúminu hér.
Athugasemdir