Messað í Brúðkaupslundi
Sunnudaginn 3. ágúst kl. 11 var haldin útimessa í Skarðsdalsskógi, nyrsta skógi íslands.
Athöfnin var haldin á yndislegum stað í svokölluðum Brúðkaupslundi "Sjá
nánari upplýsingar"
Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur okkar Siglfirðinga þjónaði við þessa fallegu athöfn og Sturlaugur Kristjánsson sá um
tónlist með heillandi tónum harmonikkunnar.
Ekki var hægt að hugsa sér dásamlegra umhverfi og veður fyrir þessa látlausu og afslöppuðu athöfn. Sr. Sigurður Ægisson sagði sögu Skógræktarinnar og varð tíðrætt um frumkvöðulinn Jóhann Þorvaldsson sem við eigum mikið að þakka fyrir áræðni og eljusemi við gróðursetningu þessa gróskumikla skógar.
Gestir sungu fullum hálsi nokkra sálma og var mikill hátíðleiki er tekið var lagið Siglufjörður sem átti einstaklega vel við þennan sólbjarta sunnudag.
Í ár er Skógræktin 74. ára en hún var stofnuð árið 1940. Hún er yndisleg útiparadís þar sem Leyningsfoss, einnig nefndur Kotafoss rennur í gegn. Gönguleiðir eru í gegnum skóginn og er gott útivistarsvæði þar sem börn og fullorðnir geta notið fallegrar náttúrunnar eða sest niður í einhverjum lundinum með nesti og hlustað á fossanið og fuglasöng.
Sr. Sigurður Ægisson
Börn og fullorðnir áttu saman fallega stund
Sturlaugur Kristjánsson spilaði undir á harmonikkuna
Sungið fullum hálsi
Spjallað saman að athöfn lokinni
Brottfluttir Siglfirðingar mættu og má sjá þarna Fríðu Birnu Kristinsdóttur spjalla við Sr. Sigurð
Vart er hægt að hugsa sér fallegra umhverfi til að lofa Drottin
Myndir og texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir