Minningarathöfn við minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.
sksiglo.is | Afþreying | 03.06.2013 | 14:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 751 | Athugasemdir ( )
Á Sjómannadaginn var minningarathöfn um týnda og drukknaða sjómenn.
Séra Sigurður Ægisson flutti nokkur orð í tilefni dagsins og farið með bæn í lokin.
Minningarathöfnin fór fram við minnisvarðann á lóð Þormóðs Ramma.
Slysavarnardeildin Vörn gaf blómsveig og lögðu þeir bræður Sveinn Björnsson og Hafþór Rósmundsson blómsveiginn að minnisvarðanum.
Minnisvarðinn heitir "Lífsbjörg" er eftir Ragnar Kjartansson. Minnisvarðinn var
afhjúpaður árið 1988.
Athugasemdir