MYNDIR: Stórborgarlegt bæjarlíf á Sigló
Sigló er nafli alheimsins, París norðursins og fallegasti bærinn í heiminum.
Þetta er létt að segja þetta þegar maður gengur um fjörðinn fagra á svona yndislegum degi, venjulegur laugardagur í rauninni. En hér eru viðburðir og fólk á ferli út um allt.
Held að það séu ekki fjarri lægi að yfir 2.000 manns hafi heimsótt Sigló í dag. Hér komu tvö skemmtiferðaskip, það eru komnir gestir á Sigló hótel, gistiheimilin eru að mestu full, fjöldin allur af brotfluttum Siglfirðingum eru hér í heimsókn eða í sínum sumarhúsum. Bílatalningar tölur frá Héðinsfjarðargöngum segja líka sitt.
Það er Þjóðlagahátíð með allra þjóða listafólki og gestum, samvinnuverkefnið Reitir eru víða á ferli, það er stórt ættarmót suður á Hóli og minnst tvö árgangsmót svo eitthvað sé nefnt.
Meira að segja Almar Möller frændi minn kom hingað alla leið frá Hrísey, en ég missti af honum í þetta skiptið.
Hér koma nokkrar bæjarlífsmyndir frá í því dag.
Sjóflugvél, gamall bátur og skemmtiferðaskip
Við Snorrabraut
Rolandsbrakki og túristar
Sætar árgangsskvísur
Þrátt fyrir blíðuna þá fylltist kirkjan af bæjarbúum og öðrum gestum. Allir skemmtu sér konunglega með "Hundur í óskilum" (þeir eru nú reyndar tveir) sem voru uppbakkaðir af Lúðrasveitinni Svanur og stórmeistari Gunnsteinn Ólafsson spilaði líka undir á kirkjuorgelið.
"Sjaldan eiga svo margir svo mikið ( einum ) manni að þakka".
Róbert Guðfinnsson, barnabarn hans og Krístín Sigurjónsson (Dóttir Jóhanns Sigurjónssonar, "Jóa Budda")
Kvæðamannakaffi við Þjóðlagasetrið
Nágranna stelpurnar hoppa af gleði blíðunni
Almar Möller stórfrændi úr Hrísey
Ys og þys við Rauðku
En það má líka bara taka það rólega. Hugleiðsla á eyrinni er alveg í lagi.
Að lokum Hólshyrnan, drottning allra fjalla vakir yfir okkur öllum á þessum drottins dýrðar degi.
Myndir: Jón Ólafur Björgvinsson og Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: NB
Athugasemdir