Pappírssala og dósasöfnun
Þriðjudaginn 26.maí mun KF ganga í hús og selja pappír (WC = 4500.- og eldhús = 3500.-) í báðum bæjarkjörnum ásamt því að safna dósum Siglufjarðarmegin.
Allir iðkendur félagsins eiga að mæta og taka þátt og núna ætla foreldrar í 7. og 8.flokki (leikskólahópur og 1.-2.bekkur) að aðstoða iðkendur við söluna og söfnunina. Félagið biður foreldra í 7. og 8.flokk að láta vita af þátttöku sinni (kf@kfbolti.is eða 898-7093) og hvetur þá til að taka krakkana sína með og leyfa þeim að taka þátt í þessu. Foreldrar eldri iðkenda (6., 5., 4. og 3.flokki) sem ekki komust í vetur til að aðstoða eru einnig hvattir til að koma og aðstoða í þetta skipti. Leikmenn meistaraflokks og 2.flokks munu einnig mæta og aðstoða yngri iðkendur.
Mæting er kl 17:45 í Vallarhúsið (Ólafsfirði) og Hólaveg 83 (Siglufirði).
Þessi fjáröflun er félaginu mikilvæg og vonandi verður góð mæting iðkenda og foreldra þannig að við náum að fara í öll hús í báðum bæjarkjörnum.
Félagið vonar að íbúar taki vel á móti iðkendum og vill nota tækifærið og þakka íbúum fyrir stuðninginn.
Áfram KF
Athugasemdir