Siglfirskir hestamenn í Skagafirði

Siglfirskir hestamenn í Skagafirði Landbúnaður og hestamennska er kannski ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar minnst er á Siglufjörð. þegar

Fréttir

Siglfirskir hestamenn í Skagafirði

Stóðið rekið yfir á.....
Stóðið rekið yfir á.....

Landbúnaður og hestamennska er kannski ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar minnst er á Siglufjörð.

þegar betur er að gáð þá eru ansi margir sem eiga rollur og enn aðrir sem stunda hestamennsku hér í Síldarbænum.

Í síðustu viku fór hópur Siglfirðinga ríðandi um Skagafjörð – hópur sem hefur farið saman í reiðtúra í um 15 ár.

Einn af þeim var „litli bróðir“ minn hann Siggi Tommi. Ég náði af honum tali þegar hann var að ná sér í aumum afturendanum eftir fjögurra daga reiðtúr.

„Ég kom fyrst inn í þennan hóp fyrir 6-7 árum síðan, en hluti hópsins hefur verið að fara saman í hestaferðir í bráðum 15 ár.

Sigurður "Tómtmas" Björgvinsson bróðir minn á Gauk.

Fyrst var þetta kölluð Sparisjóðsferðin þar sem ýmsir starfsmenn þar voru í meirihluta til að byrja með. Svo þróaðist þetta áfram og í dag má segja að þetta séu fyrst og fremst Siglfirðingar bæði búsettir og brottfluttir. Einnig hafa Skagfirðingar og Ólafsfirðingar oft verið með.

Jónsi, Halli, Maggi og Þórir" við erum glaðir á góðri stund og syngjum saman, stemmuna sem hann Hemmi kenndi mér........."

Þau sem sjá um skipulagið og undirbúningin eru fólkið í hesthúsahverfinu á Sigló; Maggi og Hákon, Kolla og Halli Matt, Hreinn Júll og fleiri.

Núna voru með auk þeirra, Jónsi Gutta og Fríða sem búa í Borgarnesi, Silla og Þórir Stefáns, Sigga Gunnars systir Kollu, Matti og Oddný börn Kollu og Halla og fræka þeirra Hrafnhildur dóttir Stebba og Svövu. Rósa dóttir Magga kom líka einn daginn

Hópurinn með Þórðarhöfða í baksýn!

Þá var þarna Magda nokkur frá Póllandi vinnukona á Vermundarstöðum.

Mikki bóndi á Vermundarstöðum var bílstjóri og aðstoðarmaður í ferðinni.Við byrjuðum á Sólgörðum í Fljótum og fórum fyrst að Hrauni í Sléttuhlíð. Ríðum svo að Vogum við Hofsós og svo sömu leið til baka á fjórum dögum.

Kolla og Hákon hvíla lúin bein í fylgdarbílnum

Hluti hópsins hélt svo áfram frá Sólgörðum yfir Lágheiði í Ólafsfjörð og enduðu á búgarði þeirra Halla og Kollu að Þóroddsstöðum.

Í ferðinni gistum við í sumarbústað á Skálá, sem Maggi á Hrauni leigir út. Hann og hans fjölskylda tók vel á móti okkur og eiga þau þakkir skyldar.

Þegar komið var í Voga við Hofsós tóku Júlla Sverris og Biggi á móti okkur með súpu og öðrum veitingum. Þau eru höfðingjar heim að sækja.

Heiðursmennirnir Hákon og Mikki

Veðrið lék við okkur allann tímann – það var sól og blíða meira og minna. Þessi leið er afskaplega falleg með Þórðarhöfðan, Málmey og Drangey sem leiktjöld nánast alla leið.

Við þurftum reyndar mikið að vera við veginn eða á veginum og ég vil nota tækifærið til að þakka bílstjórum fyrir góða tillitssemi.“

 

 

 

Júlla Sverris, súpudrottning Skagafjarðar

Texti: NB & STB
Myndir: STB
Myndvinnsla: NB

 

                                                           


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst