Síldarævintýrið verður haldið 2017

Síldarævintýrið verður haldið 2017 Mikið hefur verið í umræðunni síðastliðið að Bæjarhátíðin Síldarævintýrið verði ekki haldið. Að vissu leiti er þetta

Fréttir

Síldarævintýrið verður haldið 2017

Síldarævintýrið 2017
Síldarævintýrið 2017

Mikið hefur verið í umræðunni síðastliðið að Bæjarhátíðin Síldarævintýrið verði ekki haldið. Að vissu leiti er þetta rétt þar sem ekki er um formlega bæjarhátíð að ræða en þess í stað hefur félagið Rauðka tekið að sér að skipuleggja létta og fjölskylduvæna dagskrá um verslunarmannahelgina sem hæfir flest öllum.

Það væri sorglegt að sjá þennan skemmtilega viðburð sem svo lengi hefur verið fastur liður hjá bæjarbúum og brottfluttum Siglfirðingum hverfa. Þó ekki sé lengur um formlega bæjarhátíð að ræða þá verður nóg af spennandi uppákomum um helgina og koma flottir tónlistamenn fram, segir Finnur Yngvi, hótelstjóri Sigló Hótel sem er ein af rekstrareiningum Rauðku ehf. Til okkar koma til að mynda Úlfur Úlfur og AmabAdama ásamt því að gamalkunna stórsveitin Stormar mun koma fram með Fílapenslum. Þá mun Stúlli einnig vera með skemmtilega söngdagskrá hjá okkur sem endar með landleguballi.

Ekkert stórt svið verður á torginu og mun mest öll dagskrá því fara fram nærri smábátahöfninni en aðal áherslan er lögð á afslappandi umhverfi fyrir fjölskyldufólk. Tónlistaviðburðir verða á kvöldin með flottum tónleikum og landleguballið verður á laugardagskvöld, ef veður leifir verður það úti.

Margir þjónustuaðilar verða með eitthvað skemmtilegt í boði þessa daga. Í gangi verður útigrill ef veður leifir, hægt er að fara í fatbike ferðir alla daga og magadans námskeið verður í gangi á föstudeginum. Leiksvæði Rauðku er opið alla daga 10-22 þar sem eru rennibrautir, minigolf og strandblak ásamt frábærum sandkassa með gulum strandsandi. Í Alþýðuhúsinu verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur ásamt því að listasýning og gjörningur verður á svæðinu. Þá verður söltunarsýning hjá Síldarminjasafninu á laugardeginum og hægt að fara í bátsferð á rib bát á sunnudeginum svo fátt eitt sé nefnt.

Dagskráin í öllu sínu veldi er hér að neðan og mun birtast fljótlega á plakati á vefnum ásamt því að verða dreift á samfélagsmiðla.

Síldarævintýri 2017 dagskrá


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst