Skemmtiferðaskip í höfn á morgun, sunnudag

Skemmtiferðaskip í höfn á morgun, sunnudag Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer verður í höfn á Siglufirði á morgun, sunnudag – frá kl. 07:00

Fréttir

Skemmtiferðaskip í höfn á morgun, sunnudag

Nat. Geo. Explorer kom síðast til Sigló 2010
Nat. Geo. Explorer kom síðast til Sigló 2010

Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer verður í höfn á Siglufirði á morgun, sunnudag – frá kl. 07:00 og fram til hádegis. Farþegar eru rúmlega 150 talsins en auk þeirra eru um 100 manns í starfsliði um borð. Farþegarnir munu allir heimsækja Síldarminjasafnið og sjá síldarsöltun, auk þess sem Kvæðmannafélagið Ríma mun kveða fyrir þau og kynna fyrir þeim íslenskan þjóðlagaarf.

Sem fyrr er þjónustuaðilum, listamönnum og vinnustofum bent á að gott væri að hafa opið á þessum tíma, og jafnvel setja út skilti svo gestum sé ljóst að það sé opið. Farþegarnir eru allir Bandaríkjamenn og því ekki ólíklegt að þeir hafi dollara, frekar en krónur, í vasanum.

Von er á tveimur skemmtiferðaskipum í sumar, en seinna skipið verður í höfn þriðjudaginn 30. júlí. Það heitir Voyager og verða rúmlega 500 farþegar um borð, auk 250 manna starfsliðs.

Nú þegar hafa verið bókaðar fjórar skipakomur fyrir 2014.


Athugasemdir

05.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst