Sól og blíđa á Sigló.
sksiglo.is | Afţreying | 05.06.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 848 | Athugasemdir ( )
Siglo.is tók nokkrar myndir í blíðunni í hádeginu. Myndirnar eru að hluta til teknar fyrir brottflutta Siglfirðinga sem eru víst ekki í alveg eins góðu veðri annars staðar á landinu, og hafa verið að kvarta töluvert yfir veðri,vindum,rigningu og bara allskonar, meðal annars á facebook. En við vonum að það fari að lagast hjá þeim og reynum að senda þeim fallegar og hlýjar hugsanir.

Skólahópar eru á rúntinum um landið og margir leggja leið sína
á Rauðkulóðina og Rauðkutorgið.

Og þá er tilvalið að taka smá strandblak eða fá sér kaffi
eða svaladrykk á meðan hinir leika sér í blakinu.

Flott höfnin á Siglufirði sem dregur marga ferðamenn að.

Hérna er notalegt að sitja með kaffibollann, ölið eða bara eitthvað allt
annað.

Strandblaks völlurinn á Rauðku lóðinni er mikið notaður yfir
sumarið.
Athugasemdir