STORMAR og Laust-Band-í Dós!

STORMAR og Laust-Band-í Dós! Stormar og Fílapenslar troða upp á Rauðku fimmtudaginn 3 ágúst. ”Ég man eftir að hafa farið á skemmtun í Sjómannaheimilinu

Fréttir

STORMAR og Laust-Band-í Dós!

Gömul útgáfa af Stormar eða Los Bandidos ?
Gömul útgáfa af Stormar eða Los Bandidos ?

Stormar og Fílapenslar troða upp á Rauðku fimmtudaginn 3 ágúst.

Ég man eftir að hafa farið á skemmtun í Sjómannaheimilinu líklega 1963, en þar voru Gautarnir kjölfestunúmerið. Júlli Júll kynnti þar Los Banditos sem splunkunýja og efnilega pilta, en það voru þeir Rabbi Erlends, Daddi Júll, Gestur Guðna og Ómar Hauks. Júlli gerði það með svolítið sérstökum áherslum. "Los - band - i - dos" heyrðist mér hann segja og var þá alveg viss um að þýðingin á nafninu hlyti að vera "Laust band í dós" og fannst það frábært nafn og stórsniðugt.”

Texti frá grein Leós Óla ” Þegar poppöldin hélt innreið sína í síldarbæinn – Fyrsti hluti."

 Stormar eða "Laust - Band - í - Dós" spila í Sjómannaheimilinu eða Æskó ca 1960 og ???? Undirritaður hitti Ómar Hauks og fleiri kaffibrúsakarla í Aðalbakarí í sumar og þá kom þessi mynd upp úr vasanum hjá Þór Jóhanns bekkjabróður mínum.

"Og ef ein hljómsveit var fullskipuð, var bara stofnuð önnur. Eða var það ekki annars?

Omo, Los Brilleros, Gibson, Pólar, Kanton, Gipson, Trixon, Jöklar, Los Banditos, Stormar, Hrím, Max, Enterprise og Líza, o.fl. o.fl..."

 Stormar

Stormar (Lengst af þeir Hallvarður, Theodór, Gestur, Árni, Ómar og Friðbjörn Björns) voru svo stofnaðir upp úr Los Banditos og varð fljótlega ein af vinsælustu unglingahljómsveitum á Norðurlandi. Það má eflaust ekki síst þakka góðri og öflugri markaðssetningu umboðsmannsins Björns Jónassonar síðar Sparisjóðsstjóra. Einnig áttu eftir að koma við sögu hennar þeir Rúnar Egilsson og Rafn Erlendsson á trommur, en einnig Jósep Blöndal á pianó. Sagt er að hljómsveitrir hætti aldrei, heldur hvíli sig bara mislengi. Á það líklega betur við um þessa hljómsveit ef eitthvað er en margar aðrar, því  nokkrum áratugum síðar hrukku Stormar aftur í gírinn um nokkurra ára bil þó þeir séu í hvíld um þær mundir sem þetta er skrifað. 
 Grein um "stúkufélagsbandið" Storma.

Hljómsveitin rekur líka menningarfélagið Storma sem fær í sinn hlut allar þær greiðslur sem koma til vegna tónlistarflutnings hin síðari ár. Fé þessu er síðan ráðstafað til ýmissa velferðarmála og annarra góðra málefna í Fjallabyggð skv. ákvörðun stjórnar hverju sinni.

 Ljósmyndari: Jóhann Örn Matthíasson.
Stormar spiluðu á 50 ára kaupstaðar afmælishátíð Siglufjarðar 1968. 

Stormar komu síðast saman á afmælistónleikum Jóseps Blöndal í Stykkishólmskirkju í júní 2017. Sjá myndir hér: Afmælistónleikar Jóseps Blöndal – Myndir (frá snaefellingar.is)

Fílapenslarnir frá Siglufirði komu fram í þættinum
"Á Tali hjá Hemma Gunn" árið 1995. (Myndband á youtube.com)

Texti:
Birtur með leyfi frá Leó Ólasyni. Sjá: Bloggheimar Leós
Ljósmyndarar: óþekktir og Ljósmyndasafn Siglufjarðar

Lifið heil:

Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)


Athugasemdir

28.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst