Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudagskaffi með skapandi fólki Fyrsta sunnudagskaffi með skapandi fólki var haldið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag. Fyrsta sunnudag í hverjum

Fréttir

Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir
Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir

Fyrsta sunnudagskaffi með skapandi fólki var haldið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag.

Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður fólk frá ýmsum stöðum í samfélaginu með klukkutíma erindi. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera skapandi í sínu starfi eða áhugamáli. Um er að ræða fyrirlestra, gjörninga, kynningar og spjall yfir kaffibolla.

Finnur Ingvi Kristinsson markaðsstjóri Rauðku reið á vaðið og kynnti fyrir gestum uppbyggingu hótelsins  ásamt kynningu á skíðasvæðinu og nýja golfvellinum í Hólsdal.

Spruttu upp líflegar umræður að kynningu lokinni og lofar þessi viðburður góðu inn í blómlegan og skapandi bæjarbrag Siglufjarðar.

Næsta sunnudagskaffi með skapandi fólki verður þann 3. apríl. Ari Marteinsson og Sophie Christine Haack Andersen eru grafískir hönnuðir búsett í Danmörku, þau munu fjalla um vinnu sína og hugmyndir.

Finnur Yngvi Kristinsson markaðsstjóri Rauðku

Páskadagskrá Alþýðuhússins er glæsileg. Þann 25. Mars. Föstudagurinn langa verður gjörningadagskrá þar sem fram koma Freyja Reynisdóttir, Brák Jónsdóttir, Magnús Pálsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Freyja og Brák hófu gjörningasamstarf á síðasta ári og tóku meðal annars þátt í gjörningahátíðinni A! á Akureyri síðastliðið haust.

Gestir kunnu vel að meta upplýsingar og skemmtilega framsögn Finns á uppbyggingu ferðamála á Siglufirði

Magnús Pálsson er einn elsti og virtasti listamaður þjóðarinnar, hann hefur fengist við gjörninga síðan um 1970 og er því alvanur í því listformi, Magnús verður með nýjan gjörning sem hann semur sérstaklega af þessu tilefni. 

Hulda Vilhjálmsdóttir stundaði gjörninga hér áður fyrr og mun nú taka upp þráðinn, hún er einnig að opna sýningu í Kompunni þennan sama dag. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur einnig fengist við gjörningaformið af og til í gegnum tíðina, oftast tengt sýningum sem hún heldur. Undanfarin tvö ár hefur Aðalheiður staðið fyrir gjörningadagskrá á föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Fjöldi listamanna hafa komið fram með veigamikla gjörninga og metnaður lagður í alla umgjörð og upplifun gesta.

Gjörningaformið er löngu þekkt innan myndlistar og má segja að það tengi hreyfilistir, leikhús, tónlist og myndlist.
Gjörningar fjalla um að fanga augnablikið og ná tengslum við áhorfandann sem oft á tíðum verður þátttakandi í verkinu. Aðsókn á gjörningadagskrána á föstudaginn langa hefur verið með ólíkindum og færri hafa komist að en vildu.
Er því full ástæða til að efla þessa hátíð og gera árlega.

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendur 


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst