Tónlistar Kaos í Bátahúsinu!
Þjóðlagahátíðin er svo sannarlega byrjuð, allskonar tónlist og viðburðir út um allan bæ.
Ég og margir aðrir skelltum okkur í Bátahúsið í gærkveldi kl: 21.30, fyrsta alvöru rigningarkvöld sumarsins dundi á gestunum á leiðinni inn, hálfblautir en glaðir gestir fylltu Bátahúsið.
Gunnsteinn frændi var svo fljótur að kynna hljómsveitina að ég náði ekki einu sinni að taka mynd af kappanum. En ég heyrði hann segja að hljómsveitinn heitir KLEZMER KAOS og að hún væri frá Frakklandi, með einn íslenskan meðlim, Heiðu Björg Jóhannesdóttur sem syngur og spilar á klarínett.
Erfitt að finna orð til að gefa ykkur lesendum hugmynd um hverskonar tónlist þetta er svo ég fæ lánaðan texta úr efnisskrá:
”Klezmer Kaos er ein besta hljómsveit á sviði Klezmer tónlistar í Evrópu. Hljómsveitina skipa fimm tónlistamenn úr gjörólíkum áttum-með bakgrunn í m.a klassískri tónlist, þjóðlagatónlist, djassi og spuna, poppi og rokki. Úr hrærigrautnum brjótast fram eldfimar útsetningar á hefðbundinni Klezmer-tónlist, jiddískum og íslenskum þjóðlagaarfi, í bland við frumsamin lög.”
Eyrunum á mér leið bara vel eftir ákafa hlustun á þennan hrærigraut af hljóðum og
með KAOS í heilanum gekk ég út í rigninguna sem kældi mig niður, hugsaði um orð vinar míns hans Ásgeirs:
”Hvað er það sem segir að tónlist eigi alltaf að vera þægileg, stundum verður maður að heyra
eitthvað sem er ögrandi, eitthvað sem opnar mann fyrir einhverju nýju.”
Klesmer Kaos og Heiða Björg koma líka fram aftur í Bátahúsinu í kvöld (fimmtudag) kl 21.30. Þá verður þetta allt á mjúkum frönskum dægurperla nótum og Heiða Björg mun heilla okkur upp úr skónum með sinni fallegu rödd.
Klesmer Kaos verður með námskeið í Klezmer-tónlist á
þjóðlagahátíðinni og Heiða Björg heldur fyrirlestur um franska tónlist.
NB
Athugasemdir