TRölli.is - Nýr fréttavefur í Fjallabyggð

TRölli.is - Nýr fréttavefur í Fjallabyggð Þann 1. maí hefur nýr fréttavefur, Trölli.is starfsemi sína. Forsvarsmenn vefsins eru þau Kristín

Fréttir

TRölli.is - Nýr fréttavefur í Fjallabyggð

Þann 1. maí hefur nýr fréttavefur, Trölli.is starfsemi sína. Forsvarsmenn vefsins eru þau Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason á Siglufirði.

Síðan verður alhliða frétta-, upplýsinga- og auglýsingavefur fyrir svæðið frá Húnaþingi vestra og austur í utanverðan Eyjafjörð.

Gunnar Smári hefur rekið útvarpstöðina FM Trölla undanfarin átta ár, sem hefur senda í Hrísey sem sendir út í utanverðum Eyjafirði, Ólafsfirði, Siglufirði og Hvammstanga. Næst stefnir FM Trölli á að setja upp endurvarpstöð á Sauðárkróki og verður því verki lokið í byrjun sumars.  Auk þess vinnur Gunnar Smári við hljóðvinnslu, hljóðupptökur, forritun, nýsköpun og rafeindasmíði. Kristín rekur ljósmyndastofuna KS Art og býður upp á stúdíó, frétta- og listrænar myndir af öllum toga. Bæði hafa þau fengist við fréttaskrif og var Gunnar Smári um tíma vefstjóri Sigló.is

Trölli.is ætlar að bjóða lesendum sínum upp á líflega síðu þar sem blandast saman almennar fréttir af öllu tagi, mannlífið, fróðleikur og léttara hjal. Vonumst við til að lesendur bregðist vel við, sendi okkur fréttatengt efni og ábendingar um áhugaverða atburði sem eru í nærumhverfi þeirra, ásamt því að vera líflegir í spjallkerfi Trölla.is með málefnalega umræðu.


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst