Túristinn! Auður og Þorvaldur

Túristinn! Auður og Þorvaldur Sá þau á tjaldstæðinu við Rauðku, þar sátu þau undir skyggninu á tjaldvagninum og þvottur á snúru. Hún sat og prjónaði í

Fréttir

Túristinn! Auður og Þorvaldur

Svo kósý og heimilislegt eitthvað...
Svo kósý og heimilislegt eitthvað...

Sá þau á tjaldstæðinu við Rauðku, þar sátu þau undir skyggninu á tjaldvagninum og þvottur á snúru. Hún sat og prjónaði í bleikum sólstól og var í buxum í stíl, hann sat á æpandi grænum sólstól og reykti í rólegheitunum.

Þetta var bara svo ótrúlega heimilislegt og kósý að ég bara varð að spjalla aðeins við þetta fína par.

Eins og vanalega spyr ég: Hver eruð þið og á hvaða ferðalagi eru þið?

"Við heitum Auður Gísladóttir og Þorvaldur Reynisson og við búum í Kópavogi. Við erum svona að "dóla" okkur hringveginn í sumarfríinu okkar. Tökum það bara ofur rólega og stoppum þar sem okkur dettur í hug. Erum sko ekkert að flýta okkur eða elta gott veður.

Auður og Þorvaldur frá Kópavogi!

Við spjöllum um allt á milli himins og jarðar góða stund og það kemur fram að Auður vinnur í Seðlabankanum. "Það eru svo háar upphæðir þarna að maður hættir að sjá þetta sem peninga, maður sér bara pappír og tölur en þetta er samt skemmtileg vinna."

"Þorvaldur keyrir á hverjum degi til Njarðvíkur og vinnur þar í skipasmíðastöðinni en þar hefur hann unnið lengi og vill vera þar þangað til þeir henda honum út."

Nú byrjuðu bæði að snúa þessu viðtali við og þau spurðu mig spjörunum úr um Siglufjörð, síldarárin, draugabæinn og þessa miklu og sýnilegu uppbyggingu sem á sér stað í dag.

"þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt að geta haft tjaldvagna og húsvagna hér í miðbænum og svo er smábátahöfnin í miðbænum líka, stórkostlegt, litríkt og fallegt." Segir Auður og Þorvaldur kinkar kolli til samþykkis.

Takk fyrir spjallið og góða ferð. Geng síðan hugsandi í átt að torginu og er að pæla í hvort ekki væri gaman að hafa svona "SPJALLARA" sem væri í merktum bol. "Spurðu mig" og á bakinu "ASK ME ANYTHING" sem labbaði um og upplýsti ferðamenn um allt og ekkert.

Veit að upplýsingamiðstöð ferðamála er vissulega í Bókasafninu, en hún ætti kannski bara að vera fótgangandi upplýsingamiðstöð. 

Meira um túrista: Túristinn! Saga og reiðhjól

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst