Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu nú í dag bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar

Fréttir

Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp kynntu nú í dag bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur fengið nafnið "Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana".

Með þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálatofnundar og vinnusamningi Öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af launum og launatengdum gjöldum. 
- Samningurinn er þríhliða á milli atvinnurekanda, starfsmanns og Tryggingastofnunar ríkisins. 
- Hámarksendurgreiðsla af launum og launatengdum gjöldum er 75% í tvö ár og lækkar síðan um 10% á ári þar til 25% endurgreiðslu er náð. Þá er endurgreiðsluhlutfallið ótímabundið. 
- Ráðningarfyrirkomulag er eins og almennt gerist og er vinnusamningur öryrkja ótengdur ráðningarsamningi.

Það var Sigríður Ásta Hauksdóttir starfsmaður Vinnumálastofnunar sem kynnti átakið og það var síðan Viðar Aðalsteinsson sem afhenti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari Birgissyni, hvatningargrip, handgerðan origami-fugl, sem unnin er af starfsfólki Örva starfsþjálfunar í Kópavogi. Fuglinn er tölusettur, nr. 66, og aðeins eru til 300 eintök. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á heimasíðu Vinnumálastofnunar

Ef atvinnurekendur í Fjallabyggð hafa áhuga á að nýta sér þetta verkefni þá er hægt að fá frekari upplýsingar hjá Helgu Helgadóttur, ráðgjafa hjá félagsþjónustu Fjallabyggðar. Netfang: helgah@fjallabyggd.is

Texti og mynd:  Tekið af vef Fjallabyggðar


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst