Kvikmyndasýning í Gránu Laugardaginn 24 júní kl.16.00 - Ókeypis aðgangur!
Laugardaginn 24. júní, er öllum sem hafa áhuga, boðið að koma í Gránuhúsið við Síldarminjasafnið, en þar verður sýnd 45 mínútna löng kvikmynd í lit sem gerð var sumari 1954, og er með ensku tali. Þessi kvikmynd er einstakur fjársjóður sem lýsir lífi og störfum venjulegs fóks á Íslandi, mikið af efninu var tekið upp í Eyjafirði, Akureyri og í lokin hér á Siglufirði.
Gunnar Smári Helgason okkar mikli tæknisnillingur hefur veitt ómetanlega hjálp við að lagfæra mynd og hljóðgæði.
Handrit kvikmyndarinnar er gert upp úr bók Jörans Forsslunds "Vind över Island" sjá aðrar greinar hér:
Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin
SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945
SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)
Athugasemdir